Leita í fréttum mbl.is

Ykkur var nær að gera út af við kísilgúrvinnslu úr Mývatni!

Umhverfisaðallinn lék á als oddi þegar kísilgúrvinnslu var hætt vegna sífelldra og stanslausra aðdróttana um að vinnslan eyðilegði lífríki vatnsins. Einhverjir hafa haft fullan starfa við að mæla "eyðilegginguna" í fjölda ára. Eftir að vinnslu var hætt hafa svo "sérfræðingar að sunnan" haldið áfram að mæla hitt og þetta. Og hvað kemur í ljós? Vinnslan hafði nákvæmlega engin neikvæð áhrif, dýpkun vatnsins með kísilgúrvinnslu var aftur á móti til góðs.

Fyrirtækið hefði að sjálfsögðu náð í þennan tank og vitað hvort olía væri í geyminum. Ekki "sennilega". Heldur haft það á hreinu.

Umhverfisaðallinn telur fólki trú um að verið sé að "bjarga" einhverju en skilur allt eftir í rúst, náttúru og mannlíf.


mbl.is Tifandi tímasprengja í Mývatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Sigurjón; jafnan !

Vel mælt; af þinni hálfu - og drengilega.

Tímabært mjög, að við Landsbyggðarfólk tökum að sameinast um, að slökkva á ofríki og frekju Reykjavíkur aðalsins, svo sannarlega.

Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 13:21

2 Smámynd: eir@si

Ha?

Burtséð frá því hver er frá Reýkjavík og hver ekki eða hvort kísilvinnslan hafi gert lífríkinu gott eða illt, þá var þessi tankur á vegum kísiliðjunnar og það kemur ekkert fram í fréttinni annað en að stjórnendur Kísiliðjunnar hafi vitað að tankurinn væri fullur af olíu.

Án þess að hafa séð starfsleyfi Kísiliðjunnar þá geri ég ráð fyrir að það hafi verið brot á starfsleyfinu þeirra að skilja þennan tank eftir í vatninu.

Það er hins vegar líklega of seint (fyrir þennan aðal þinn frá Reykjavík) að gera nokkuð í málinu þar sem fyrirtækið er ekki lengur til.

eir@si, 10.5.2012 kl. 16:08

3 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Þú ert greinilega frá Krísuvík og finnur til þess. Ég var í stjórn Kísiliðjunnar við Mývatn þegar hún var seld einhverjum innlendum "fjárfestum" að skipun stjórnvalda vegna þrýstings frá þessum umhverfisaðli sem hefur "vaktað" Mývatn í tugi ára - með engum niðurstöðum sem mark er á takandi. Þeir bera ábyrgð á kísilvinnslunni á þessum tíma.  Talaðu við þá - þeir eru í flokksherberginu, - þeir gala hæst um tankinn - því nú þarf að finna nýjan sökudólg. Eitraði ekki Stalín fyrir Lenín- og hvað varð um Trotsky?

Fyrirtækið er ekki til, vegna  þess að umhverfisaðlinum þótti það auðveld bráð - enda  nógu langt frá greninu.

Sigurjón Benediktsson, 15.5.2012 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband