Leita í fréttum mbl.is

Þið kusuð þessa helferð gegn velferð yfir ykkur

Aðeins um gúmmídúk - og ekki annað

En það er ekki gúmmídúkurinn (dental dam) sem þéu ert að greiða fyrir í sjálfu sér. Þú ert að greiða fyrir þá kunnáttu og færni sem tannlæknirinn verður að afla sértil að geta nýtt sér yfirburða kosti þes að nota gúmmídúk. Þægindi og öryggi sjúklings er margfalt meira með notkun gúmmídúks, auk þess sem sum læknisverk er ekki hægt að vinna nema með því að nota gúmmídúk. Til að nota gúmmídúk þarf auk þess, sérstakan gatara, sérstakan ramma til að halda dúknum, sérstaka klemmu til að halda dúknum á sínum stað, sérstaka klemmutöng til að koma klemmunni á réttan stað, sérstakt efni til að halda dúknum þéttum. Allan tímann situr þú í tannlæknastól, umvafin dýrum tólum og tækjum í húsnæði sem er langt í frá ókeypis.

Þú ættir ekki að reyna að setja sjálf á þig eða nokkurn annan svona gúmmídúk. Þú veldur einungis skaða.

Vonandi skýrir þetta aðeins hvað um er að ræða. Hvort gjaldliðurinn "gúmmídúkur " á að hljóða uppá 6000 krónur eða eitthvað annað veit ég ekki. Vinn í Noregi þar sem svona umræða ber ekki fyrir augu mér. En nú ert þú færari að segja til um hvað er "heilbrigð og sanngjörn" álagning - vona ég.

Sigurjón Benediktsson , tannlæknir


mbl.is Níu ára fékk 99.000 króna reikning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"helferð gegn velferð" ? Var þetta sem sagt allt niðurgreitt á valdatíma Sjálfstæðisflokksins? Ekki kenna núverandi ríkisstjórn um þessa þróun takk.

Inga (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 10:20

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

a) Ég hélt að þú værir tannlæknir á Húsavík, eins og stendur efst í vinstra horni. Ættirðu ekki að breyta þessu fyrst þú ert hættur að stunda tannlækningar á Íslandi?

 b) Fyrirsögnin hjá þér er út í hött. Eins og Inga bendir á er ekki eins og tannlækningar hafi verið niðurgreiddar á valdatíma Sjálfstæðisflokksins, auk þess sem að mér vitandi hefur sá flokkur ekki einu sinni stungið upp á því að tannlækningar verði niðurgreiddar - ef þú ert með dæmi um annað þætti mér gaman að sjá það. 

c) Þú virðist vera að segja að þessi rukkun sé eðlileg, þar sem t.d. þessi gúmmídúkur sé svo dýr. Hvernig er það ríkisstjórninni að kenna? Er það ríkisstjórnin sem framleiðir dúkana eða kennir notkun þeirra? 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 13.9.2012 kl. 12:46

3 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Það var svo sem viðbúið að netverjar og netverjur ríkisstjórnarinnar risu upp til að rífa niður mitt litla innlegg, um hvað væri innifalið í vinnu tannlækna.

Ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn átti aðild að, hóf að skera niður framlög til heilbrigðisþjónustu, þ.ám. tannlækninga- ef það er nú aðalmálið.  Ef þið viljið kalla rétt tryggingaþega (skattgreiðenda) niðurgreiðslur þá er það ykkar túlkun að tryggingasvik rikisins séu  niðurgreiðslur. Ég tel þetta tryggingasvik af hálfu ríkisins sem í raun kemur tannlæknum ekkert við sem stétt,  en kemur okkur öllum við sem skattgreiðendum

Illgirni og öfund í garð tannlækna hefur verið fóður fyrir kjósendur í manna minnum. En aldrei hefur aðförin að rétti tryggingaþega eða vinnu tannlækna verið öflugri en undir "velferð" helferðarstjórnarinnar sem nú ræður för.

Kjánaleg látalæti um góðmennsku einnar ríkistjórnar vegna vonsku annarrar, er áróður sem átti heima í kúguðum ríkjum fyrri tíma. Tíma sem virðast vera að koma aftur . Því miður.

Ef Tinna Gunnarsdóttir Gígja og einhver Inga vilja fá svar við undarlegum  dónaskap þeirra og vanþekkingu verða spurningar þeirra að vera svaraverðar og svarahæfar

Sigurjón Benediktsson, 13.9.2012 kl. 18:48

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Endilega bentu mér á dónaskapinn í innleggi mínu. Ef þú getur það skal ég auðmjúk biðjast afsökunar á honum, því það var ekki ætlun mín að vera dónaleg.

Varla þykir þér það dónalegra að spyrja spurninga en að kalla ókunnugt fólk "netverjur ríkisstjórnarinnar" og saka það um "kjánaleg látalæti", vanþekkingu og dónaskap?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 13.9.2012 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband