Leita í fréttum mbl.is

Vatnajökulsgarður? Nei takk!

Friðþæging malbiksfólksins vegna allra sinna umhverfisvandræða er að steypa saman öllum verstu hugmyndum um umhverfisvernd í vonlausan þjóðgarð norðan Vatnajökuls. Hugmyndir um garðinn eru gæfulausar frá byrjun. Ekki er ætlunin að bættar samgöngur verði hluti af ferlíkinu og hugmyndir um "aðgangshlið" og "enga truflun á landi" boða aðeins einangrun og stækkun eyðimarka. Það er svo sem eins og vænta mátti og sama hugmyndafræðin og býr að baki öðrum þjóðgörðum hérlendis. Hugsunin er að svona garðar séu aðeins fyrir fáa útvalda. Á stórum jeppum, með svifryk í augum, engar grænar hendur hvað þá þjónusta við ferðalanga. Þeir sem eru svo óheppnir að búa við ofríki þjóðgarðshugmynda af þessu tagi ættu að taka sig saman og segja meiningu sína á svona vitleysum. Nýir stjórnmálamenn sem gera út á þessi mál hafa ekkert í farteskinu nema fallegar myndir. Þurfa ekki vegi eða þjónustu enda fljúga þeir bara á staðinn, menga svolítið, velja fallegustu staðina og bestu dagana, eru svo farnir burt aftur á malbikið til að koma afurðunum í verð. Um að gera að láta svo einhverja aumingja hokra í einhverri ferðaþjónustuútgerð sem hefur hvorki samgöngur né afþreyingu til að gera rekstur mögulegan. Vatnajökulsgarð. Nei takk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Sigurjón Benediktsson

Þú ert enn sprækur og hæfilega kjaftfor. Góður! Ég er ekki nærri alltaf sammála þér, en þú nálgast málin oftast frá óhefðbundnu/skemmtilegu sjónarhorni. Vonandi lesa margir pistlana þína, þeir hrista upp í fólki.

Kveðja, Eiríkur Valsson

Eiríkur Valsson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 91634

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband