Leita í fréttum mbl.is

Ef Guðni hefur nú rétt fyrir sér......

Formaður Framsóknarflokksins var með stóran og skemmtilegan fund á Húsavík í gærkvöldi. Vart er fundi lokið er upp rísa menn sem voru víðs fjarri, við opinber skifborð, á fullum launum, fullir af hatri og öfund. Þykjast af visku sinni geta sagt eitthvað um þessi mál sem þeir hafa á engan hátt nennt að kynna sér.

Meginniðurstaða úrskurðar umhverfisráðherra er að ekki sé hægt að fara í heildstætt umhverfismat nema að loknum miklum rannsóknum og kynningu. Jafnframt er í úrskurðinum algjörlega lagt bann við því að fara í nauðsynlegar rannsóknir!!! "Heilstæða" umhverfismat ráðherrans nær yfir fjórar framkvæmdir af átta!!! Skipulagsstofnun var á allt öðru máli. En þar eru nú allt í einu, að áliti umhverfismafíunnar, tómir aular.

Við þökkum Guðna fyrir góðan stuðning við atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Stuðning við nýtingu umhverfisvænnar orku.  Hinir sem eru uppfullir af álversbulli og snobbsjúkdómum í umhverfisvernd geta svo haldið áfram í "vinnunni" og bloggað stíft gegn atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi og stutt ráðherra umhverfismála í aðför sinni að lífsviðurværi fólks. Að vísu aðeins ef það er nógu langt frá 101 Reykjavík.


mbl.is Kreppa af völdum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Æi, ekki þetta 101 bull aftur. Færslan þín missti allt vægi á lokasprettinum.

Villi Asgeirsson, 28.8.2008 kl. 09:45

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurjón... þetta er ótrúleg lesning... þú ert að þakka Framsóknarmanni og síðan Framsóknarflokki sem hefur verið í ríkisstjórn í 12 ár samfleytt og við völd 3/4 af síðustu öld. Engir bera meiri ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir á landsbyggðinni...

Ertu kannski að þakka Guðna tómlæti og aumingjagang í atvinnumálum á landsbyggðinni síðustu áratugi....halló

Mér sýnist að þú sért haldinn sömu ranghugmyndum og minnisglöpum og Guðni beljuhrellir

Og svo veistu vel að allir nema Vinstri grænir styðja atvinnuuppbyggingu á Bakka ... svo máttu þakka samgönguráðherra Samfylkingarinnar að Vaðlaheiðargöngum var komið á kopinn strax. Það hafði staði þversum í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki í áratug og ekkert að gerast

Jón Ingi Cæsarsson, 28.8.2008 kl. 12:52

3 identicon

Ég veit að Guðni er stórskemmtilegur en atvinnuástand á svæðinu er ekki gamanmál. Mér finnst full stóryrt að kenna einum ráðherra um kreppu. Eru menn sannfærðir um að umhverfismatið fresti framkvæmdum?

p.s. er í 603 .

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband