Leita í fréttum mbl.is

Alcoa er ekki að virkja eitt eða neitt

Enn og aftur leggur ríkisrekna Sandverndin til atlögu við atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Er það nógu langt frá umhverfisráðuneytisgreninu til að þeim þykir við hæfi að dreifa áróðri sínum og drepa niður frumkvæði sveitarfélaga í orkunýtingu á þeirra svæði.

Ráðherra umhverfismála kom í einmitt veg fyrir að virkjanaaðilar (Þeistareykir í eigu sveitarfélaga og LV  að Þeistareykjum og í Gjástykki, og svo LV í Kröflu /Bjarnarflagi))  gætu framkvæmt þær rannsóknir sem nauðsynlegar eru til að sannreyna hvort hægt er að ná í orku á háhitasvæðum Þingeyjarsýsla. Orku, sem nægir til að uppfylla óskir þeirra sem vilja kaupa orkuna. Ef næg orka fæst er ekkert því til fyrirstöðu að þetta stóriðjufyrirtæki geti náð samningum. Ef ekki, verður að finna aðra kaupendur.  En að sjálfsögðu  munu virkjanaaðilar reyna að finna sem mesta orku á skilgreindum svæðum og eðlilega selja þá orku.

Alcoa er ekki aðili að neinu þessara virkjana verkefna, því miður. Hvers konar stjórnsýsla það er að svona öfgahópar geti ráðskast með heilu stofnanirnar er íhugunarefni. Líkega er þetta ekkert annað en útibú umhverfisráðherranns sem hefur ítrekað lýst yfir andstöðu við alla atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi.


mbl.is Alcoa geri grein fyrir raforkuöflun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurjón,

Sem kjósandi sjálfstæðisflokksins í NA kjörd. í síðustu kosningum er ég orðinn verulega uggandi yfir því hvað er undir, með álverinu á Húsavík. Hef verið stuðningsmaður þess en vil jafnframt að allt sé fyrirfram uppi á borðinu hvað þetta þýðir í virkjanakostum og háspennulínum. Allt.

Þið stjórnmálamennirnir eruð búnir að hafa frjálsar hendur til að leiða fjármálakerfið til slátrunar. Við viljum vita fyrirfram hvað þetta þýðir fyrir náttúruna!

Ég frábið mér að vera kallaður öfgamaður. Ég tel þetta vera eðlilega varkárni.

D-maður (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:06

2 identicon

Hverjir erum "við" stjórnmálamennirnir? Ekki er ég í stjórnmálum frekar en þú heyrist mér. Vel getur verið að þú hafir kámað þig út í sultukrukku sukksins. Ekki getur þú klínt því á mig. Hverjir þið eruð veit ég ekki og mér er nákvæmlega sama hvað þú kaust eða kýst. Ég heyri öfganiðinn og forsjárhyggjuna streyma. Þú veist greinilega minna en ekkert um málið og það hefur því engan tilgang að rökræða við þig. Hvaða "hvað" þýðir fyrir náttúruna? Viltu ekki virkja mannvitið ? Og stofna sprotafyrirtæki? Og takmarka fjölda ferðamanna..þeir eru örugglega alltof margir að þínu áliti.

Sigurjón Benediktsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 18:19

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sigurjón, ég er þér algjörlega sammála. Þú ert einn af þeim fáu sem "blogga" um þessi virkjanamál hér á netinu sem ég er hjartanlega sammála. Þú stendur þig vel. Þú færð minn stuðning 100% í þessum málflutningi þínum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband