Leita í fréttum mbl.is

Erlent starfsfólk á Íslandi. Annað sjónarhorn?

Þó best sé að fara með gát og tala ígrundað um málefni útlendinga þá verður að vera hægt að ræða þessi mál án fordóma og án forræðishyggju. Þannig er, að heilbrigðiskerfi landsins er ekki í stakk búið til að takast á við heilsuvandamál sem eru okkur ókunn og framandi. Það er þekkt að þjóðir og þjóðflokkar bera með sér mismunandi sjúkdóma, annarkonar sýkla, bregðast mismunandi við lyfjum, hafa önnur viðhorf til heilsu, heilbrigðis og hollustu. Legg áherslu á að við Íslendingar erum alls ekki fyrirmynd eða bestir eða heilbrigðastir. Langt í frá. Við erum með okkar sérkenni og okkar læknisfræðigrunn, okkar galla og kosti. En þrátt fyrir alla visku og lærdóm þá er það reynslan sem ber læknisfræðina uppi og reynsla okkar er takmörkuð hvað varðar það að lækna útlendinga, eðlilega. Það versta er, að slakt heilbrigðiskerfi okkar ræður alls ekki við þessi vandamál, þetta snýst ekki einungis um krónur og aura, heldur marga aðra þætti sem tekur langan tíma að innleiða. Það kostaði t.d. 188 milljónir aukaútgjöld í heilbrigðiskerfinu að lækna útlendinga sem hvergi voru tryggðir. Af hverju voru þeir ekki tryggðir? Hverju hefði það svo breytt um lækningu þeirra? Hver var læknisfræðilegi árangurinn af þessum 188 milljónum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Ef heilsufarsvandamál þeirra sem fæddust í öðrum löndum eru "ókunn og framandi", verðum við þá ekki að heimkalla alla íslendinga erlendis líka? Geta landar okkar sem búa um víða veröld ekki komið þarlendum hjúkrunarstofnunum í bobba? Þetta þykja mér afar sérstæð rök og í fyrsta sinn sem ég heyri þau í sambandi við þetta "vandamál".

Ég hef ekki heyrt um mörg tilfelli fuglaflensu, ebólu eða þeimur verri sjúkdóma frá t.d. fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og get ímyndað mér að handleggsbrot sé meðhöndlað á svipaðan hátt þar og í Lissabon eða Höfðaborg.

Hins vegar er skortur á tryggingum erlendra vissulega vandamál en við búum í velferðarþjóðfélagi sem neitar ekki neinum um læknishjálp, sama hvaða lands þeir eru.

Benedikt Bjarnason, 20.12.2006 kl. 08:46

2 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Blessaður Benedikt, það er nú einmitt þannig að íslendingar sem veikjast eða slasast erlendis (fer eftir löndum) reyna allt sem þeir geta til að koma heim,- hvað sem veldur. Að þeir komi þarlendum sjúkrastofnunum í bobba? Jú stundum koma "lækningarnar" reyndar fólki í bobba (fer líka eftir löndum). Og það er nú oftar læknaeiðurinn fremur en lipurð einhvers velferðarkerfis sem linar þjáningar allra án tillits til aðstöðu, uppruna eða efnahags. Það er gott að ebóla geysar ekki á Fjóðungssjúkrahúsinu. Mér líður strax betur.

Sigurjón Benediktsson, 20.12.2006 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband