Leita í fréttum mbl.is

Jólastemming- eða hvað?

Nú skil ég loksins hvað það er að "forpokast, vera "forpokalegur" , að vera sveitajúlli og hálfgerður lúði. Hitti marga af þessum tegundum í dag. Var dreginn til Reykjavíkur að elta þessi blessuð börn eins og það þurfi nú að vera elta þau, litlu skinnin. Ég er svakalega ánægður með að vera hér , lenti í tveggja tím a biðröð hjá Bónusfeðgum, og það er lummó, en nauðsynlegt til að ná upp stemmningunni, sýndist mér á öllum. Í vínbúðinni var allur bjór búinn, svo maður fékk sér bara sterkt, ja það gerðu hinir! Það er raunar hálfpúkó svona á jólunum. Svo fór ég í Europris, týndi konunni og körfunni og fór út með ekki neitt, ég sem ætlaði að kaupa svo mikið þar. Það var kauðalegt. Sem sagt það þurfti ferð til Reykjavíkur til að upplifa allan þann hallærislega gerviheim jólanna sem við forpokaðir sveitajúllar erum alltaf að sakna. Næstu jól - vel forpokuð og allsvakalega lúðaleg - heima í sveitajúllinu takk fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband