Leita í fréttum mbl.is

Eru tennur líffæri?

Ég hef forðst að rita mikið um tannlækningará þessum vettvangi. Nú hef ég hugsað mér að breyta til að taka fyrir tannlækningar og tannheilsu frá mínu sjónarhorni. Tannheilsa þjóðarinnar var hörmuleg hér á árum áður. Var þar enn eitt heimsmetið í okkar eign: Mesta tannátutíðni á Vesturlöndum! Árið 1974 var ákveðið að Tryggingastofnun semdi við tannlæknastéttina um læknisþjónustu og með því fyrirkomulagi kosmt tannheilsa yngri kynslóðarinnar í lag og heimsmetið féll í annarra hendur. Mesta lækkun í tíðni tanskenmmda í Evrópu, var staðreynd. En þessi ríka þjóð taldi sig ekki hafa efni á því að greiða tannlækniskostnað úr sameiginlegum sjóðum. Frá árinu 1998 hafa engir samningar verið í gildi við tannlækna og er nú svo komið að 16000 ungmenni á aldrinum 4-18 ára koma ekki til tannlæknis og nýta sér því ekki lögbundinn styrk sinn til tannlækninga. Styrkur Tr miðast við einhliða gjaldskrá sem gefin er út af heilbrigðisráðherra, styrkirnir nýtast til að greiða 25-40% af kostnaði við tannlækningar 0-18 ára. Eru tennur ekki líffæri?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband