Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Allt tómur misskilningur!

Nei, nei, ekkert er rétt sem skrifað hefur verið. Allt er blóma og engin þörf á sameiningu eða samvinnu. Akureyri og þórshöfn eru sko ekki á þeim buxunum að þurfa eitthvað asnalegt "bakland". Er það ekki líka eitthvað hálfdónó? Örugglega fundið up á Húsavík! Nú í vikunni gáfu öðlingarnir í Síldarvinnslunni okkur í Norðurþingi aflóga bræðsluna á Raufarhöfn. Virkilega fínt hjá þeim að losa sig við verksmiðjuna í sveitarfélagshítina. Ísfélagið gefur sjálfsagt Akureyringum Krossanesbræðsluna síðar á árinu með tilþrifum. Er ekki von á fleiri gjöfum? Hvenær ætli ríkið gefi okkur viðhaldssnauðar heilbrigðisstofnanirnar í héraðinu? Eða Samherji gefi hverju fátæku barni fimmkall á jólunum í tilefni af flutningi fyrirtækisins suður um höf? Eða Brim gefi hverjum starfsmanni eitt flak í lok síðasta vinnudagsins í vinnsluhúsunum þeirra? Og Vísir hf.... ekki klikkar hann, hann setur upp jólaútsölu allt árið með vörur úr Kolaportinu í fiskvinnslum sínum á Húsavík enda ekkert með húsnæðið að gera eftir að hótelbransinn í frystihúsinu gekk ekki upp! Jæja það er gott að það er best að búa í Kópavogi --- þar sem er verið að gera ráð fyrir 3000 íbúum á næstu árum . En hvar eigum við hinir að búa?

Hvað verður um norðausturland?

Fækkun íbúa er vandamál sem erfitt er að glíma við. Þegar einn fer, kallar það á að einhver annar fari og svo koll af kolli. Bakkafjörður er í þessum ferli, Raufarhöfn hefur verið í þessum ferli, Kópasker, Vopnafjörður og Húsavík einnig. Akureyri á brúninni. Fólksfækkunin er í raun ekki tengd neinu sérstöku. Færri börn í heimili, fleiri börn fara í skóla frá heimilum, gylliboð um ekki neitt frá þéttbýlli stöðum. Ótrygg atvinna, einhæf. Allt tilgátur. Það er líka sérkennilegt að þéttbýlisstaðir sem fyrir eru, eru ekki viðkomustaðir þeirra sem flytja úr héraði. Það er vissulega gott að búa í Kópavogi, en það er líka gott á Kópaskeri. Akureyri verður að fara að rækta sitt bakland. Sinna því. Bakland er það svæði sem leitar eftir þjónustu og verslun á einhverjum ákveðnum stað. Þessi ákveðni staður er Akureyri í hugum flestra Þingeyinga. Ekkert bakland. Enginn vöxtur. Engin framtíð. Eigum við ekki að fara að bretta upp ermar? Ekkert landbyggðarvæl heldur rökrétt viðbrögð við áreiti.

En hvað veldur?

"Byggðir austan Akureyrar sækja frekar þangað eftir sérhæfðri þjónustu en til Reykjavíkur" segir í niðurstöðum könnunar um ferðamáta Íslendinga sem birt er á mbl.is í dag. Bakland Akureyrar er því miðsvæði kjördæmisins, Þingeyjarsýslur en alls ekki vesturhluti kjördæmisins ef rétt er lesið úr niðurstöðum. Sameining þessara sveitarfélaga, þ.e. Norðurþing og Akureyrar,  verður innan ekki margra ára ef menn standa í lappirnar og halda út í baráttunni fyrir nýtingu orkulinda Þingeyjarsýslna.
mbl.is Akureyri, Árborg og Ísafjörður öflugar landshlutamiðstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er bloggið merkilegt fyrirbæri?

Enga langtíimareynslu hef ég af því að skrifa hugrenningar mínar á litla afmarkaða síðu á netinu. En ég upplifi blogfræðin. Ég sit einn, einmana og yfirgefinn og aðeins tíkin mín litla sýnir þessu einhvern áhuga. Vill reyndar að ég hætti - og klappi sér í staðinn. Enginn truflar, enginn andmælir, enginn segir orð fyrr en ef til vill á morgun, eða hinn daginn eða alls ekki. Ætti maður að kvænast blogginu? Einhver gæti hakkað þetta í sig einhversstaðar, án þess að ég hefði hugmynd um. Einhver gæti lofað þetta í hástert, án þess að ég hefði hugmynd um. Einhver gæti fengið hugmynd að skáldsögu úr skrifum mínum sem leiddi til Nóbelsverðlauna, án þess að ég hefði hugmynd um. Einhver gæti orðið maður fólksins og hlotið mörg, mörg atkvæði út á einhverja hugljómun úr skrifum mínum, án þess að ég hefði hugmynd um. Kemur þetta í staðinn fyrir eitthvað annað - eða er þetta framtíðin? Hef ekki hugmynd um það! Best að hætta áður en næsta gullkorn hrynur úr penna...æ ég meina lyklaborði mínu.

Prófkjörsliðar í pásu?

Fór yfir síður frambjóðenda úr prófkjörinu leyndardómsfulla í NA-kjördæmi. Niðurstaðan er sú að einn hefur haldið áfram að setja eitthvað á borð svangra kjósenda (undirritaður sem hefur ekki marga kjósendur)  og annar Kristján Þór, (sem hefur marga kjósendur) sem setur in merkilegt innlegg um nýtt atvinnutækifæri á Akureyri. Það tengist úrvinnslu á áli og styður þá uppbyggingu orkufreks áliðnaðar í Norðurþingi með virkjunum á háhitasvæðum. Er gott til þess að vita að einhverjir  í kjördæminu eru að horfa í kringum sig í ltrausti þess að álver rísi við  Húsavík. Það verður eitthvað að far að gerast hér í Norðurþingi, miðhluti NA-kjördæmis er utanveltu og án áhrifa en hefur þó allt sem aðrir sækjast eftir. Undarlegt.

Er ekki nauðsynlegt að rita alla stfi í íslnsku?

Þí er hldð frm að eki þrfi að rta alla stfi tl að alt skljst sm skrfð er. Hvð fst þr? Annars er svo efitt að halda út þessum rithættti að það varla borgar sig. Er einhvers konar hraðritun sem byggist á því að mannfólkið les aðeins fyrsta og síðasta stafinn í orðum og skáldar flest þar á milli. Ekki furða að ég sé oft misskilinn!
En langur texti er erfiður og gott væri að hægt væri að stytta ritað mál án þess að tapa merkingunni. ég verð var við að ég víxla oft stöfum í texta sem ég rita án þess að verða þess var nem alesa nákvæmlega yfir það sem ég er að skrifa. Einnig vantar oft inn í orð. Er ég þá ekki kominn með þessa kenningu?
Mikið mundi sparast af pappír ef sleppa mætti öllum þessum óþarfa stöfum úr rituðu máli.

Neyslustýring - í hvora áttina?

Neyslustýring sem fer í pirrurnar á mörgum getur virkað í báðar áttir. Nú hefur t.d. verið ákveðið að beina neyslu okkar að Coca-cola corporation afurðum með því ða lækka vsk úr 24,5% í 7% og til viðbótar að fella niður 8 kr á litra vörugjald á þessum lífsins elexír! Sem sagt hið opinbera beitir neyslustýringu sinni þannig til að lækka sykursúra drykki umfram allt annað sem hægt var að beita verðstýringu á. Það er innifalin í þessu hvatning (lesist neyslustýring) til neyslu þeassara afurða sem fer í pirrurnar á mörgum. Já það er vandlifað í heimi hér.

Hvað er neyslustýring?

Félagi Stefán ritar oft skemmtiega á blogsíðu sinni http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/87965/ en óþarfi er að láta stýra sér af bloggi fólks þó gott sé og skemmtilegt. Þannig er síðasta blog hans um neyslustýringu og andstyggð hans á því fyrirbæri skammsýn. Skelfing væri nú gott að hið opinbera væri ekki með þessar stýringar á okkur. En af hverju eru einhverjar reglur? Til að við lifum af. Helsta vandamál heilbrigðiskerfisins eru of margir læknar, tannlæknar, hjúkrunarfræðingar og heilbrigðisráðuneytið eins og það leggur sig. Tökum á því . Langlífi er hitt stóra vandamálið. Ætlum við að taka á því? Þó einhver smávarta í kerfinu sé að gera athugasemd við að lobbyistar ropvatnsframleiðanda hafi náð meiri árangri en aðrir hjá löggjafanum, þá er það ekki stóra vandamálið. Stefán ætti að vera rólegur yfir því og taka frekar fyrir alvöru forsjárhyggju þegar flokkar og fólk vilja ráða hvar við búum og hvernig við ferðumst og hvert við ferðumst! Sumir vilja ráða hvaða flugvöll við notum ! Af hverju látum við ekki vera að ráðskast með fólk. Af hverju er kók framleitt? Af hverju er kók drukkið? Af því að það er auglýst og sagt að það sé gott. Af hverju mega ekki einhverjir aðrir segja að það sé óhollt?

Alvöru þingmenn!

í dag er ég glaður, í dag vil ég skrifa. Ég vil skrifa um alvöru þingmenn. Annan hitti ég á Akureyri, flugvellinum, sátum og ræddum stjórnmál og stjórnmál. Hvílíkur hafsjór fróðleiks, yfirsýnar og framsýni. Hlýlegur og skemmtilegur. Auðvitað enginn annar en Halldór Blöndal. Alvöru þingmaður, alvöru maður. Ekki höfum við verið sammála alla tíð en alltaf getað rætt málin. Hver fer nú um sveitir og finnur grasrótina, litlu þjóðarsálina okkar sem er ekki búin að tapa sér í Kauphöllinni? Skilur að frelsi einstaklingsins er grundvöllurinn. Hefur pólitík, horfir fram. Hræðist ekki ákvarðanir. Tekur á með sínu fólki. Hinn maðurinn er Steingrímur J Sigfússon. Þó ég sé honum ósammála í flestu verður ekki af manninum skafið að hann er dinosaurus þingsins en þorir að hafa skoðanir. Og heldur þeim óhikað fram. Hann rassskellti samgönguráðherra sem því miður datt í pott lýðskrumsins í sjónvarpinu í gærkvöldi. Húrra fyrir þessum tveimur mönnum- Halldóri og Steingrimi Joð.

Stjórnmál á villigötum?

Einhvern veginn finnst mér að stjórnmálamenn hafi aðeins misskilið hlutverk sitt. Eftir áralanga og vissulega eðlilega þróun í þá átt að minnka völd og rekstur ríkisapparatsins er nú svo komið að það er ekkert eftir fyrir löggjafann nema byrja upp á nýtt að semja þrengingarlög og reglugerðarfargan til að hanga á einhverjum völdum og störfum fyir embættismennina sem hafa alltaf haft stjórnmálamennina í gíslingu. Ekki hefur báknið minnkað og völdin eru sífellt að færast meir til embættismanna sem eru td á mun hærri launum en stjórnmálamenn. Stjórnmálamenn eiga að taka ákvarðanir og láta embættismenn vinna að framgangi þeirra ákvaraðna. Ekki flókið og alls ekki öfugt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband