Leita í fréttum mbl.is

Sigur hinna freku!

Verkfallsaðgerðir slökkviliðsmanna á Húsavíkurflugvelli voru grátbroslegar. Þarna voru mættir einhverjir tugir slökkviliðsmanna frá Reykjavík, Akureyri og Húsavík. Þeir voru gráir fyrir járnum , í stórum og sterklegum slökkviliðsbúningum, stórir menn og stæðilegir, og með hjálma og fleira dót. Þrátt fyrir að þessir vösku slökkviðiliðsmenn væru þarna í öllum sínum skrúða, töldu þeir að öryggi allra sem þarna voru, væri mikil hætta búin.

Reyndu þeir að hindra fólk í að komast að flugstöðinni með litlum árangri enda erfitt að hreyfa sig í öllum skrúðanum (sem er í opinberri eigu auðvitað)

En þeir sigruðu. Þeir gjörsigruðu milli 20-30 útlendinga sem mættir voru á völlinn í góðri trú og skildu auðvitað ekkert í öllum þessum slökkviliðsmönnum sem voru sífellt að telja þeim trú um að þrátt fyrir að flugsstöðin væri full af vel búnum slökkviliðsmönnum væri stórhættulegt að vera þarna vegna eldhættu!

Lögreglan studdi verkfallsmenn dyggilega, sinnti útkalli bæði seint og illa. Enda alltaf eitthvað gott í bakaríinu. Er það orðið íhugunarefni hvernig þjóð, sem nýbúin er að slátra sjálfri sér í peningamálum getur hafið enn eina herferðina gegn eigin hagsmunum. Við megum veikjast, slasast og brenna án þess að nokkur lyfti fingri, og ofbeldi og yfirgangur ræður ríkjum. En kauphækkun skal það vera.

Þrátt fyrir takmarkaða samúð mína með Flugfélagi Íslands þá verð ég að segja að lágkúra verkfalla náði nýjum lægðum í dag með aðgerðum slökkviliðsmanna. Rétt er að óska verkalýðshreyfingunni til hamingju með þennan "sigur".  Þetta er líklega það sem koma skal.


mbl.is Ekkert flogið norður síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þér líklegt að einhver taki mark á tannlækni tuða um kjarabaráttu?

En þú færð alveg 10 fyrir viðleitni

Argur (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 17:05

2 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Nei, ég tel líklegt að flestir séu þér sammála -  enda svífa orð þín á vængjum vitsmuna og visku. Þó argur sé!

Sigurjón Benediktsson, 13.8.2010 kl. 17:15

3 identicon

Ég er argur út í slökkviliðsmenn núna!

einar sigurdsson (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 17:29

4 identicon

Hér talar maður sem ekki þarf að fara í kjarabaráttu og hefur því ekki efni á að gagnrýna fólk sem þarf að berjast fyrir hverri krónu!

ÁFRAM SLÖKKVILIÐS OG SJÚKRAFLUTNINGAFÓLK!!!!

Sigrún (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 21:41

5 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

ÁFRAM HVERT? Aftur á bak? 

Sigurjón Benediktsson, 13.8.2010 kl. 22:54

6 identicon

Hvað er frekt við menn sem eru að biðja um 1% kauphækkun og grunnlaunin þeirra eru lægri en hjá hjúkrunarfólki ? Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál...

Kjartan (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 23:27

7 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Ég hef ekkert við áhuga þessa hóps á bættum kjörum sínum að athuga---þau berjast fyrir sínum réttindum og launum-- að sjálfsögðu..En aðgerðir, viðhorf og aðferðir þeirra eru ósanngjörn og ósmekkleg. Og frekja ræður ríkjum.

Sigurjón Benediktsson, 13.8.2010 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband