Leita í fréttum mbl.is

Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989

Morgunblaðið 

Þriðjudaginn 14. mars, 1989 - Innlendar fréttir Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu: Land Húsavíkur girt í sumar Húsavík.   Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu: Land Húsavíkur girt í sumar Húsavík. Um gróðurvernd og landnýtingu á landi Húsavíkur var haldin ráðstefna fyrir skömmu, en áformað er að girða af landareignina á komandi sumri. Bæjarstjóri, Bjarni Þ. Einarsson, setti ráðstefnuna og stjórnaði henni. Fyrir hönd undirbúningsnefndar ávarpaði Sigurjón Benediktsson, tannlæknir, þátttakendur og sýndi í upphafi myndir af landi því, áformað er að græða upp en sem bæri annan svip, en jólakortin sem við sendum vinum og kunningjum.Fyrstur ræðumanna var Níels Árni Lund, deildarstjóri umhverfis- og gróðurverndardeildar landbúnaðarráðuneytisins. Ræða Níelsar fjallaði meðal annars um nauðsyn gróðurverndar og umhverfisverndar. Hann ræddi um vistun umhverfismála í stjórnkerfinu og þær hugmyndir, sem uppi eru um stofnun sérstaks ráðuneytis í því sambandi. Þá greindi hann frá því að Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins vinna nú aðgerð gróðurverndaráætlunar, sem ætlunin er að verði tilbúin á næstu mánuðum.Næsti framsögumaður var Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, sem ræddi um landgræðslu og gróðurvernd, og lýsti ferli gróðureyðingar, endurheimt landgæða og hlutverki landgræðslu ríkisins í því sambandi. Ræddi um þátt eldgosa, ösku og vikurs á gerð jarðvegs og hættuna á uppblæstri og ástands gróðurs á landinu, og hlut Landgræðslunnar í landgræðslu og landverndaráætlun. Hann kom inn á umfjöllun fjölmiðlaog umræðu þeirra um gróðurvernd armál, en þáttur þeirra væri mikilsvirði, ef rétt væri á málum haldið, því áhugi almennings á landgræðslu væri mikill og hann þyrfti að virkja vel og rétt.Þorsteinn Tómasson, jurtaerfðafræðingur, ræddi um landgræðslu, belgjurtir, lúpínu, áburð og beitarþol. Reynir Vilhjálmsson land græðsluarkitekt ræddi um skipulag ræktunar til fegrunar umhverfis og trjágróður til uppgræðslu. Hann taldi Húsavík hafa mjög góð skilyrði til ræktunar. Veðráttan á Húsavík væri merkilega hagstæðari en í næsta nágrenni en þar komi til lega staðarins og hversu bærinn væri vel varinn af hæðum og fjöllum, hitastig hagstætt og þokudagar færri en víða á Norðurlandi.Þorleifur Einarsson jarðfræðingur talaði um gróðurfar og jarðfræði, en hann mun núlifandi íslenskra fræðimanna vera fróðastur um jarðsögu nágrennis Húsavíkur, því hann hefur verið við rannsóknir á Tjörnesi ár hvert í meira en 30 ár.Stefán Skaptason ráðunautur ræddi um landnýtingu og búfjárrækt. Hann sagði land víða illa farið vegna ofbeitar og væri Húsavíkurland verst farið af öllum gróðurlendum sýslunnar en sjá mætti þess merki að minnkandi beit hefði haft áhrif á gróðurfarið. Björn Benediktsson bóndi lýsti friðun og uppgræðslu mela og ógróins lands á jörð sinni, Sandfellshaga í Öxarfirði. Þetta virðist hin merkilegasta tilraun, sem gefið hefur góðan árangur og vakti hún almennt mikla athygli á ráðstefnunni.Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, skýrði frá árangri skógræktar á hinum ýmsu stöðum og gaf leiðbeiningar í sambandi við væntanlegt gróð urátak Húsvíkinga. Daníel Gestsson, stjórnarmaður í samtökunum Líf og land, las ávarp formanns samtakanna, Herdísar Þorvaldsdóttur, sem vegna anna gat ekki mætt. Hún lýsti hrifningu sinni yfir væntanlegu átaki Húsvíkinga og óskaði þeim heilla og farsældar í gróðurverndarstarfi sínu.Að lokum fóru svo fram pallborðsumræður undir stjórn Sigurjóns Jóhannessonar, og svöruðu framsögumenn þar mörgum spurningum ráðstefnugesta.Sigurjón Benediktsson tilkynnti að lokum að í framhaldi þessarar ráðstefnu yrði boðað til stofnunar samtaka um gróðurvernd og landnýtingu á landi Húsavíkur. Hvatti Húsvíkinga til þátttöku og að fjölmenna á stofnfundinn eins og þeir hefðu gert til þessarar ráðstefnu, því hefðu menn áhuga væri allt hægt.Fréttaritari

Morgunblaðið/Silli.


Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband