Leita í fréttum mbl.is

Sama gerist í tannlækningum

Því miður báru stjórnmálamenn ekki gæfu til þess að hafa heilbrigðiskerfið í lagi þegar ósköpin dundu yfir. Mörg voru þó tækifærin. Það er meir en nóg að gera í lækningum tanna eins og alþjóð veit. Það er ekki málið. Það eru vinnuaðstæður og þrúgandi umhverfi neikvæðni og illkvittni stjórnmála- og embættismanna sem ráða því að heilbrigðisstéttir forða sér í vinsamlegra umhverfi. Þar sem heilbrigðiskerfið er í lagi og vinna manna ert virt einhvers. Ekki bara í launum heldur umtali og viðmóti.

Tannlæknar eru sjálfstæðir atvinnurekendur. Rekstrarkostnaður rýkur upp úr öllu valdi á sama tíma og skattheimta eykst og tannheilsu hrakar. Það er ávísun á atgervisflótta. Lækna og tannlækna vantar allsstaðar í heiminum - á Íslandi er skipulagt offramboð í asnarækt ríkis- og embættisvaldsins.

Það er viðbúið að embættismannaaðallinn kreisti út væl um há laun og frekju heilbrigðisstéttanna í kjölfar þessara sanninda. Líklega eru það ekki þeirra börn sem klóra á hurðir tannlæknadeildar með sára tannpínu á tannpínuvakt Tannlæknafélagsins á laugardagsmorgnum.


mbl.is Læknar flýja kreppuland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sjáðu nú til.

Ekki hafa menn enn gert sér grein fyrir því, að sjúkdómar í munnholi eru allavega á sama líkama og t.d. hálsi.

Ef menn  fá mein í háls, er það læknað eða gerð tilraun til þess og ríkið telur sig bundið af því, að greiða reikninginn, nánast hvað sem upp er sett.

 Hinnsvegar ef tannlos verður vegna sömu háttsemi í sama líkama er ekki greiddur eyrir. 

Allskonar ígerðir og sýkingar undir tönnum leiða til tannlos og verður ,,sjúklingur" að greiða viðgerðina, sama hvað upp er sett.

Hér vantar eitthvað á áróður af ykkar hálfu minn kæri.

Fáið LÍjúgarana í lið með ykkur, þeim hefur tekist að LÍjúga að þjóð sinni um ,,eign " þeirra á óveiddum fiski að eilífu amen.

Með kveðju gróandans

Miðbæjaríhaldið

Hinsvegar ef

Bjarni Kjartansson, 28.5.2009 kl. 08:27

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Í nágrannalöndunum eru tannlækningar hluti af tryggingapakkanum. Á Íslandi borgar þú þetta sjálfur, eða tannleysist annars. Er það ekki hluti af vandanum? Af hverju eru tannlækningar flokkaðar öðruvísi en aðrar lækningar?

Villi Asgeirsson, 28.5.2009 kl. 08:49

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ertu ekki fyrst og fremst í Noregi, Sigurjón?  Mér skilst það.  Eru ekki nóg störf þar í boði fyrir velmenntaða tannnlækna?

Marinó G. Njálsson, 28.5.2009 kl. 08:52

4 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Ég vil ekki og er ekki að hvetja til landflótta sérfræðistétta eða nokkurra annarra en ég stend við það sem ég sagði að vinnuumhverfi og umræðan og aðgerðir síðustu ára er ekki leiðin að farsælu læknastarfi eða heilsubætandi ástandi. Það er auðvitað þannig að það sem stjórnmálamenn telja sig vera úthluta  "ókeypis" er auðvitað greitt af skattgreiðendum og er innbyggð jöfnun í samfélaginu. Tannlæknar eru ekki á móti því .......leiði það til betri tannheilsu  ÞAÐ er allra hagur.

Það skilur enginn sem að þessum málum kemur í Noregi (eða á Norðurlöndum )  hvernig kerfið er hugsað á Íslandi.  Hvað varðar áróður tannlækna þá hefur það verið kæft í þeim embættismannaáróðri að tannlæknar séu upp til hópa vont fólk -, með alltof há laun, illa innrætt og viti ekkert um tannlækningar. Ráðgjafar, embættismenn og strjórnmlamenn hafa talið sig vita allt um þessa hluti. Svona hefur þetta verið rekið af hinu opinbera.

Nú á að senda eitthvað fólk inn í skólana og bursta burtu skemmdar tennur!!!!. Embættisliðið heldur auðvitað að það sé hægt - þó ítrekað hafi verið bent á hvað þarf að gera. Það þarf að lækna skemmdar tennur með því að fjarlægja sjúkan vef og setja fyllingarefni í staðinn. haf skipulag á innköllun og meðferð. Full endurgreiðsla á sanngjörnum kostnaði.

Sigurjón Benediktsson, 28.5.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband