Leita í fréttum mbl.is

Að hatast við landið sitt

Rétt væri að þeir sem telja lúpínu til ránplöntu fari á kúrs í plöntulíffræði við fína skólann á Akureyri. Eða eru allir voða uppteknir við að kenna og læra umhverfissnobbið.

Í blindri heift öfga- og snobbafla var settur skógarkerfill í Mógilsárlandið ( eign Skógræktarinnar) til að gera út af við lúpínu. Svona fer nú hatrið með mannfólkið

Leyfum náttúrunni að hafa sinn gang, hún hristir allt þetta snobb af sér. Og lúpínuna líka ef þeim semur ekki. Gróður við Mývatn og nágrenni er nú aðallega viðkvæmur vegna rányrkju sem háskólasamfélagið hefur engar áhyggjur af.


mbl.is Lúpínan erfið í Rauðhólum og Laugarási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frekar vilja þeir örfoka land heldur en að binda gróðurlaust landið með fagurblárri lúpínunni.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 16:30

2 identicon

Ég hef alltaf heyrt að Lúpína þrifist bara í snauðum jarðvegi og sáð til að bæta jarðveginn fyrir annan væntanlegan gróður. Hvað er þá að?

Það er ekki skrýtið að landið er að fúka út í hafsauga, ef fólk hugsar svana. Verði þeim að góðu.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 17:07

3 Smámynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson

Svo því sé til haga haldið, vil ég leiðrétta eitt atriði í annars ágætu innleggi Sigurjóns: "Í blindri heift öfga- og snobbafla var settur skógarkerfill í Mógilsárlandið ( eign Skógræktarinnar) til að gera út af við lúpínu. Svona fer nú hatrið með mannfólkið". 

Mér vitanlega hefur skógarkerfill (Anthriscus sylvaticus) aldrei verið markvisst gróðursettur né ræktaður í landi því sem Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins (og síðar Skógræktarfélag Reykjavíkur) hefur haft umsjón með í Esjuhlíðum Mógilsár. Fyrst fór að bóla á kerfli á Mógilsá á níunda áratug síðustu aldar, á afmörkuðu svæði ofarlega í túni sem hætt hafði verið að slá og nýta um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Þar höfðu verið gróðursett nokkur skjólbelti og hefur kerfillinn að líkindum slæðst með trjáplöntum úr gróðrarstöð. Þaðan tók hann síðan að breiðast út með sjálfsáningu í nærliggjandi lúpínubreiður í hlíðum Sandhóls, vestan gönguleiðarinnar á Þverfellshorn.

Sjá nánar: Plantan skógarkerfill ryður sér til rúms

 

Ég tel meiri líkur en minni á því að á næstu árum og áratugum muni kerfillinn eiga eftir að láta í minni pokann fyrir öðrum kröfuhörðum og þurftamiklum og enn ágengari plöntutegundum í hlíðum Esjunnar, hugsanlega með aukinni fræmyndun ætihvannar og sigurskúfs á svæðinu, en þessar innlendu tegundir virðast sumsstaðar á landinu a.m.k. geta átt í fullu tré við skógarkerfilinn.

Aðalsteinn Sigurgeirsson, 14.9.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband