Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2007

Tannlćknafrétt

Nú er loksins eitthvađ ađ gerast í tannheilbrigđismálum. Máttur frétta er mikill og um leiđ og einhver dugnađarforkur tekur sig til ađ setur sig inn í málin og kemur međ vel byggđa frétt um máliđ --ţá fer allt af stađ. Sama dag og ţessi frétt birtsit var haldinn fundur í heilbrigđisráđuneytinu ţar sem fulltrúar ráđuneytis og tannlćkna skiptust á skođunum í fyrsta skipti í átta ár. Fréttin er hér http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1249700

Listi Sjálfstćđisflokksins í NA-kjördćmi

Á fámennu kjördćmisţingi í Mývatnssveit( rétt rúmlega 50 manns mćttu) var listinn borinn upp og samţykktur. Tillaga kjörnefndar var samţykkt einróma en áđur hafđi veriđ kosiđ um 7.sćtiđ milli mín og Ingibjargar Aspar Stefánsdóttur. Ingibjörg sigrađi međ yfirburđum 39 -13 ef ég man rétt og er hún í 7.sćti listans. Sjálfstćđisfélag Húsavíkur og nágrennis hafđi samţykkt einróma ađ styđja mig til ţess sćtis svo ég taldi skyldu mína ađ láta á ţađ reyna. Ekki veit ég hvađa horn Akureyringar hafa í síđu minni en ekki finn ég mikiđ fyir ţví í daglegu amstri en ţeir eru afskapleg illa hyrndir og erfitt ađ átta sig á hvert hornin stefna. Friđrik Sigurđsson bóksali á Húasvík verđur fulltrúi svćđisins (17% landsins) í 8. sćti og mega Ţingeyingar muna sinn fífil fegurri á lista flokksins í kjördćminu. En svona er ţađ bara. Ég óska listanum góđs gengis í kosningunum.

Norđurţing Hvađ er nú ţađ?

Fyrir síđustu sveitarstjórnarkosningar sameinuđust fjögur sveitarfélög í Ţingeyjarsýslum. Húsavík, Kelduneshreppur, Öxarfjarđarhreppur og Raufarhafnarhreppur urđu eitt sveitarfélag sem nćr yfir rúmlega 17% landsins en ađeins 2% íbúa landsins eiga heimilisfesti í hinu nýja sveitarfélagi. Ţetta sveitarfélag sem býr svo vel ađ eiga mestu náttúruperlur landsins innan sinna landamćra á undir högg ađ sćkja. Náttúrusnobbiđ og raunveruleikafirrt umhverfisöfgaliđiđ er ađ gera út af viđ allar framfarir og uppbyggingarmöguleika í ţessu sveitarfélagi.

Nú er nóg komiđ af allskonar vitringum sem finnst eđlilegast í heimi ađ kveikja ljós og hafa hita heima hjá ţeim sjálfum en á sama tíma seú ţađ umhverfisspjöll ađ ađrir njóti ţess sama. Ţetta umhverfishyski hefur ekki hugmynd um náttúru eđa fegurđ enda sér ţađ lekki engra en yfir barminn á kaffibollanum sínum á stöđunum sem eru "in " í ţađ og ţađ sinniđ og leggur ekki í lengri ferđir en út á Keflavíkurvöll til ađ komast til London eđa Parísar. Skođiđ kostulegt blogg Samfylkingarfagurgalans Guđmundar Steingrímssonar.


Meiri menning!

Menningin heldur áfram í borg bleytunnar. Nú var fariđ og sćgreifinn eini sanni skođađur. Hann er frábćr og súpan hans er ein sú besta . Ađeins Kaldbaksfiskisúpan er betri. Tókum rimmu um pólitík og fiskivísindi . Af tilviljun var Jóhann Sigurjónsson og frú hans ađ gćđa sér á súpu. Hann er gamall skólabróđir okkar Snćdísar. Var hann kafsigldur á stađnum af okkur sćgreifanum og gaf hann mér úrvals ál reyktan ađ skilnađi. Ţetat var frábćrt og mćli ég međ heimsókn á Sćgreifann viđ Mýrargötu. Frábćr súpa, frábćr greifi, tign og virđing og skemmtilegheit.


Menningarferđ til Reykjavíkur: Frásögn sveitajúlla.

Um liđna helgi lagđi ég hjól undir fćtur mínar og fór til borgríkisins. Fyrir utan allt sem ekki var gott var ţetta mikil upplifun. Fyrst fór ég í sýningarsafniđ í Perlunni. Perlan er nú alveg sérstök og hvílikt útsýni og mannvirki! En sögusafniđ eđa hvađ sem ţetta heitir er stórkostlegt og ţú skalt fara ţangađ ţó ţú sért enn á gúmmískónum. Passađu bara heilsa ekki sveitungum ţínum sem ţú sérđ ţarna í ţessum fallega heimilisfatnađi. Ţetta eru vaxmyndir, alveg stórkostlega vel gerđar og eđlilegar. Spjallađi ég heillengi viđ eina og fattađi ekki neitt fyrr en ég klappađi kumpánlega á bakiđ á henni án viđbragđa. Kona mín fullyrtri ađ einn hefđi lyft hendi í kveđjuskyni. En ţarna var vel gerđ sýning međ fróđleik og fagmennsku. Gaman. Nćst fórum viđ í Ţjóđminjasafniđ . Ţar er allt breytt frá ţví sem áđur var og mátti safniđ nú alveg viđ ţví. Var ţađ skemmtilegt en ekki ýkja fjörlegt. En einni ferđ til Reykjavíkur á hverju ári til ţess ađ heimsćkja Ţjóđminjasafniđ er val variđ og ungviđiđ verđur ađ sjá ţetta. Ţarna eru gersemar ţjóđarinnar. Mćtti vera meira fjör. Mér finnst meira gaman í líflegu söfnunum og sýningunum og frćđin síast betur inn. Nćst fórum viđ í Sögusýningu Landsbankans í gömlu Moggahöllinni. Ţađ verđ ég ađ segja ađ ţađ kom skemmtilega á óvart. Vel upp sett og áhugavert. Ţarna var saga Reykjavíkur í myndum og saga viđakipta og verslunar í tólum og tćkjum. Mćli međ ţessaeri sýningu. Lokađ var í kjallara nýja hótelsins í Ađalstrćti en ţar er landnám Ingólfs rifjađ upp međ raunveruleikaţćtti.Fróđari fór ég heim.

Afskipti samgönguráđherra af ákvörđunum sveitarstjórna.

Ţar sem ţriggja ára tilraunaverkefni vegna Markađsskrifstofu ferđamála á Norđurlandi lauk nú um áramót er ekkert eđlilegra en ađ ađilar sem borga brúsann geri upp hug sinn til verkefnisins. Ţađ var gert í hinu nýja víđfema sveitarfélagi Norđurţingi. Ţar eru nýjar ađstćđur. Ný tćkifćri. Nýr meirihluti. Ákveđiđ var sveitarfélagiđ kćmi frekar ađ styrkingu og kynningu á svćđinu norđan Vatnajökuls međ sterkum tengingum til Austurlands enda liggur ţađ beinna viđ, en tengsl vestur í Hrútafjörđ.

Ţá bregđur svo viđ ađ ráđherra ferđamála  fer ađ skipta sér af málum  á afar ósmekklegan og leiđinlegan hátt, međ undarlegum yfirlýsingum og fordómum. Ekki hafđi hann fyrir ţví ađ kynna sér málin, rćddi ekki viđ ţá er komu ađ ákvörđun,  hedur tók undir gaspur stjórnarformanns Markađsskrifstofunnar sem er í pólitískum leik međ ţetta mál. Ráđherra ferđamála hefur ítrekađ sýnt hug sinn til ferđaţjónustu og samgöngumála á norđaustursvćđinu. Hefur hann virkađ sem nokkuđ öruggur ţröskuldur í vegi framfara og kórónar nú stefnu sína međ ţví ađ vera á móti ţví ađ byggđalögin styrki ţá sem mest ţurfa á ţví ađ halda innan ţess sveitarfélags sem borgar brúsann!


Tannheilsa Íslendinga: hrikaleg afturför

Nú liggur fyrir ađ tannheilsa ungra Íslendinga fer hratt versnandi. Enda ekki von á öđru ţegar horft er til ţess ađ 16.000 ungmenni 4-18 ára fara ekki til tannlćknis. Í samanburđi viđ hin norđurlöndin er stađa okkar ekki fögur ein sog sjá má í međfylgjandi töflu:

12 ára aldurshópurÍslandDanmörkSvíţjóđNoregurFinnland
Allar tennur óskemmdar, óviđgerđar22%36%62%48%35%
Tanntala DMFT2,40,80,91,51,2
Ar20052005200220002000
Heimild:  WHO (Oral health) en tanntala fyir Ísland er uppfćrđ miđađ viđ MUNN'IS rannsóknina sem gaf 1.4 en án röntgengreiningar sem bćtir viđ 1 heilum viđ tanntöluna samkvćmt rannsóknum


Eru tennur líffćri?

Ég hef forđst ađ rita mikiđ um tannlćkningará ţessum vettvangi. Nú hef ég hugsađ mér ađ breyta til ađ taka fyrir tannlćkningar og tannheilsu frá mínu sjónarhorni. Tannheilsa ţjóđarinnar var hörmuleg hér á árum áđur. Var ţar enn eitt heimsmetiđ í okkar eign: Mesta tannátutíđni á Vesturlöndum! Áriđ 1974 var ákveđiđ ađ Tryggingastofnun semdi viđ tannlćknastéttina um lćknisţjónustu og međ ţví fyrirkomulagi kosmt tannheilsa yngri kynslóđarinnar í lag og heimsmetiđ féll í annarra hendur. Mesta lćkkun í tíđni tanskenmmda í Evrópu, var stađreynd. En ţessi ríka ţjóđ taldi sig ekki hafa efni á ţví ađ greiđa tannlćkniskostnađ úr sameiginlegum sjóđum. Frá árinu 1998 hafa engir samningar veriđ í gildi viđ tannlćkna og er nú svo komiđ ađ 16000 ungmenni á aldrinum 4-18 ára koma ekki til tannlćknis og nýta sér ţví ekki lögbundinn styrk sinn til tannlćkninga. Styrkur Tr miđast viđ einhliđa gjaldskrá sem gefin er út af heilbrigđisráđherra, styrkirnir nýtast til ađ greiđa 25-40% af kostnađi viđ tannlćkningar 0-18 ára. Eru tennur ekki líffćri?

Er Krónan ađ gera út af Evruna?

Halda mćtti ađ íslenskt efnahagslíf hafi tögl og haldir í fjármálaheiminum og er ţá ekki ađeins átt viđ Ísland heldur Evrópu og allt hitt. Ţetta er óhófleg bjartsýni og á skjön viđ raunveruleikann. Ţví ég hvet alla sem hafa til ţess nokkur tök ađ skođa hvort betra sé ađ hafa skuldir sínar í erlendum gjaldeyri og breyta samkvćmt ţví. Auđvitađ verđa mestur hluti skulda hér á landi í krónum, međan hún er til, og ef ţađ sem stendur undir skuldunum - eđa tekjurnar - eru í krónum. Ţetta eru nú engin ný sannindi en alltaf vekur ţađ furđu ađ ţetta umtal um Krónu og Evru byrjar alltaf á núllpunkti eins og enginn viti neitt og enginn hafi upplifađ hrođaleg tök verđbólgunnar á skuldastöđu einstaklinga. Fyrirtćkin skulda helst ekki í íslenskum krónum - nema hlutafjáraukningarnar sínar. Segir ţađ ekki sína sögu?

Gróđurhúsalofttegundir: lausn er til!

Nú ćtti öllum ađ vera ljóst ađ ţađ sem skiptir máli í baráttunni gegn loftlagsbreytingum er ađ gróđursetja tré, vernda gróđurhulu jarđar og hindra jarđvegseyđingu/tap. Nú er lag ţegar risafyrirtćki sćkjast eftir ađ komast hingađ í hreina orku og hljóta ađ ţurfa ađ núllstilla mengun sína. Ţađ eru til leiđir og okkur ber skylda til ađ hefja gróđursetningu og landgrćđslu í stćrri stíl en áđur hefur ţekkst. Tólin, tćknin og ţekkingin er fyrir hendi. Gróđapungar samfélagsins sem sífellt eru međ dökka samvisku ćttu ađ finna einhverja friđţćgingu í ţví ađ koma ađ slíkum hlutum.


Nćsta síđa »

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband