Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Hvatningafundur á Húsavík

Já það eru fótgönguliðarnir sem halda uppi umræðunni, hvergi sést í pólitiskt skott, hvað þá húfu. Eftir einhverja vitlausustu og málefnasnauðustu grein sem birst hefur (Steingrímur J Sigfússon:"'Álver eða allt hitt" Skarpur 9.febrúar) þar sem þingmaður héraðsins til 24 ára telur upp alla opinbera vinnustaði á Húsavík og nágrenni  og alla aðra starfsemi sem þar er í gangi og telur það vera "eitthvað annað" og þannig hugmyndaframlag hans til atvinnuuppbyggingar í Norðurþingi þá er rétt að taka upp þráðinn í málefnalegri umræðu.

Hvar hefur þessi maður eiginlega verið?

Skil vel að hann þorði ekki að birta þessa vitleysu nema í litla sæta bæjarblaðinu okkar. Synd að alþjóð komist ekki í kræsingarnar. Dæmi: ""Eitthvað annað" er þá t.d. störf í opinberri þjónustu og allur fyrirsjáanlegur og mögulegur vöxtur þar" og síðar:  "landverðir og bístjórar eru "eitthvað annað""(Steingrímur J Sigfússon, 2007)???!!!!!!!!!!!!!!!!!!......... Og þetta er nú bara sýnishorn.

Jæja eftir lestur þessarar greinar hafa nokkrir áhugamenn í héraðinu ákveðið að hittast á Gamla Bauk Húsavík fimmtudaginn 1. mars klukkan 1700 og fá til sín fyrirlesara um tengsl atvinnumála á Akureyri og stóriðjuframkvæmda í Bakka og svo ætlum við að ræða með fagmönnum kolefnisdbindingu skógræktar og uppgræðslu í tengslum við stóriðju í Bakka. Allir velkomnir.


Hvar eru þingmenn okkar og þingmannsefni?

Nú virðist sem flótti sé brostinn í flesta stjórnmálamenn. Eru tilbúnir að fara í veikindafrí, til að þurfa ekki að taka afstöðu. Þurfa ekki að sjá raunveruleikann. Lýðskrumið sigrar, kreddurnar ráða för. Ætla þessir framapotarar prófkjöranna aðeins að verða "leikfimiþingmenn" sem hafa ekkert í pokanum, eru tómið eitt, sprikla aðeins undir svipu afturhaldsaflanna og fordómanna? Hæ hVAR ERUÐ ÞIÐ...hALLÓ!

Í hvert skipti sem minnst er á að gera vegi færa utan suðvesturhornsins þá bregður svo við að það þarf að endurbæta og lýsa upp einhverja brautina eða fimmfalda hana í hvelli á því horni. Í hvert skipti sem minnst er á stóriðju utan suðvesturhornsins þá þarf endilega að reisa þrefalt fleiri stóriðjuver á suðvesturhorninu. Ef eitthvað gengur vel utan suðvesturhornsins þá er það svo voðaleg þensla að um að gera að drepa það niður í hvelli. En að reisa milljarða fjölleikahús í miðborginni, opna ný hótel og kaffihús fyrir tugi milljarða og byggja upp ný hverfi eins og gorkúlur . Það er ekki þensla, það er menning, það er mikið gott. Mikið gaman.

 Og heyrist eitthvað í þingmönnum ......? Jú,  þeir eru flestir í útlöndum.


Er til sameiginlegur auður þjóðar?

Þegar skoðað er hvað ritað er um umhverfismál , virkjanir og stóriðju dettur manni í hug að sameiginlegur auður þjóðarinanr sé ekki til. Auðurinn er á vissum svæðum, bólfestur, og þangað leitar meiri auður. Þar má menga og svína allt út, land er þar einskis vert nema sem byggingalóðir og taflborð brasksins. Annars staðar á landinu er allt heilagt og ekki má lyfta rassi í prumpstöðu nema hafa til þess samþykki einhverra ömurlegra skriffinna sem eru geðvondir og pirraðir af mengun og svifryki í borgarhöllunum sínum reistum af almanna fé. Umhverfishyskið sem hefur ekki gróðursett eina einustu trjáplöntu á lífsleiðinni, heldur að eyðimerkur séu fagurt lögmál og trúir því að við getum lifað af kaffiþambi og menningarsnobbumræðu á fínum restauröntum hefur hafið hernað gegn landinu og hefur alla fjölmiðlaflóruna með sér

Hvað er að ykkur borgarinnar börn?


Eru tennur ónauðsynlegar?

Það liggur nú fyrir að það er enginn raunverulegur áhugi heilbrigðisyfirvalda á því að íslensk ungmenni geti hafið lífið með heilar tennur. Áhugi Alþingismanna kemur fram í því að framlög til tannlækninga á fjarlögum hafa minnkað um meir en 100% frá því að kerfið var tekið upp. Ekki nóg með það kerfi tannlæknatrygginga er svo lélegt að 22% ungra tryggingaþega nýta sér ekki þetta vonlausa kerfi -- heldur eru afgangs 70-80 milljónir af rýrum fjárframlögum til tannlækninga ár eftir ár.

 Þversögn?

Nei, það er engin eftirspurn eftir lélegum styrkjum Tr til tannlækninga. Styrkjum sem duga aðeins til að greiða 40-50% raunverulegs tannlækningakostnaðar. Tennur eru líklega ónauðsynlegar. Stóri Bróðir hefur ákveðið það. Hvað var stóri bróðir að skipta sér af þessum málum ef það lá ekki á bak við að ná árangri?


Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband