Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Vatnajökulsgarður? Nei takk!

Friðþæging malbiksfólksins vegna allra sinna umhverfisvandræða er að steypa saman öllum verstu hugmyndum um umhverfisvernd í vonlausan þjóðgarð norðan Vatnajökuls. Hugmyndir um garðinn eru gæfulausar frá byrjun. Ekki er ætlunin að bættar samgöngur verði hluti af ferlíkinu og hugmyndir um "aðgangshlið" og "enga truflun á landi" boða aðeins einangrun og stækkun eyðimarka. Það er svo sem eins og vænta mátti og sama hugmyndafræðin og býr að baki öðrum þjóðgörðum hérlendis. Hugsunin er að svona garðar séu aðeins fyrir fáa útvalda. Á stórum jeppum, með svifryk í augum, engar grænar hendur hvað þá þjónusta við ferðalanga. Þeir sem eru svo óheppnir að búa við ofríki þjóðgarðshugmynda af þessu tagi ættu að taka sig saman og segja meiningu sína á svona vitleysum. Nýir stjórnmálamenn sem gera út á þessi mál hafa ekkert í farteskinu nema fallegar myndir. Þurfa ekki vegi eða þjónustu enda fljúga þeir bara á staðinn, menga svolítið, velja fallegustu staðina og bestu dagana, eru svo farnir burt aftur á malbikið til að koma afurðunum í verð. Um að gera að láta svo einhverja aumingja hokra í einhverri ferðaþjónustuútgerð sem hefur hvorki samgöngur né afþreyingu til að gera rekstur mögulegan. Vatnajökulsgarð. Nei takk.

Setjum bara (Steingrím)Joð á það!!!

Brot úr Steingrímsmessu hinni meiri. Þetta er stórkostleg lesning. ORÐRÉTT:

Eitthvað annað eru þá t.d. störf í opinberri þjónustu og allur fyrirsjánlegur og mögulegur vöxtur þar: -Heilbrigðisstofnun Þingeyinga -Framhaldsskólinn á Húsavík -Sýslumaður og lögregla -Þekkingarseturs Þingeyinga -Náttúrustofa Norðausturlands -Háskólasetur H.Í. á Húsavík -leik- tónlistar- og grunnskólar -félagsþjónusta -áhaldahús -bæjarskrifstofur -veitustarfsemi sveitarfélagsins, raforkuframleiðsla úr afgangsgufu frá hitaveitu og tengd sorpbrennsla eru allt góð dæmi um umsvif sem eru "eitthvað annað" *"Eitthvað annað" er þjónusta á vegum einkaaðila: -bankar -verslanir -iðn- og handverksþjónusta -byggingarstarfsemi, viðhald, viðgerðir, verkstæðisrekstur.

Eitthvað annað er ferðaþjónusta, mesta vaxtargrein íslensks atvinnulífs sl. 30 ár: -hvalaskoðun -hvalamiðstöð og söfn -veitinga- og gististaðir -bílaleiga, rútuútgerð, bílstjórar, leiðsögumenn, landverðir og hvers kyns afþreying *Garðarsstofa á Húsavík er "eitthvað annað" Eitthvað annað eru matvælavinnslu- og iðnfyrirtækin í gömlu mjólkurstöðinni. *"Eitthvað annað" er Norðlenska saltfiskverkun, hausaþurrkun og önnur umsvif GPG, landvinnsla Vísis, útgerð báta og skipa......lífrænar gulrætur í Öxarfirði og kryddjurtir og te í Aðaldal eru "eitthvað annað" .....


Hér kemur Steingrímsmessa Joð Sigfússonar hin meiri

  Hér má sjá grein formanns Vinstri grænna sem birstist í litla sæta bæjarblaðinu okkar, Skarpi, í síðasta mánuði.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Frábær fundur Norðlendinga í tilefni af fyrirhuguðum virkjunum og stóriðju

Það var sneisafullt á Gamla Bauk í gær. Þar hlustuðu menn á Örlyg Hnefil kynna fundinn og svo tók Þröstur Eysteinsson skógfræðingur við. Fyrirlestur hans um kolefnisbindingu í skógrækt og uppgræðslu var ekki bara fræðandi, hann var frábær. Það ER hægt að núllstilla alla mengun frá fyirhuguðu álveri við Bakka. Það kostar smáaura miðað við umfang og veltu virkjana og stóriðju á Norðurlandi eða frá 1100 krónum á hver framleitt áltonn og niður í 300 krónur á hvert framleitt áltonn á ári. Fer eftir landi og vali á plöntum. Þar er átt við að kaupa land, undirbúa girða, kaupa plöntur, vinna við gróðursetningu, allur pakkinn. Þegar það fæst milli 2000-3000 US$ fyrir hvert tonn af framleiddu áli þá sjá allir hvílík stóriðja er fólgin í því að snúa við dæminu í mengun. Og hagkvæmnin er mest fyrir þá sem eiga land. Og heiminn allan.

Til stóð að stofna leshring um heimsins vitlausustu grein Steingríms J í Skarpi en allir voru sammála að það væri ofrausn. Það ættu allir kjósendur að lesa þessa grein . Senda póst johannes@skarpur.is og biðja um greinina. Anton Benjamínsson framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri flutti flott erindi um mikilvægi þessarar atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi. Á fundinum var einnig Kristján Þór oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Hann hvatti menn til dáða og minnti okkur á að hér væri um hagsmunamál Norðlendinga allra að ræða. Hér var gaman, hér var fjör. Við látum ekki kúga okkur lengur.


Virkjanir eru umhverfisvænar

Nú berast fréttir af því að koks sé farið að nota til orkuframleiðslu í Kína. Ekki er einungis verið að opna gamla úreltar kolanámur heldur er orkusprengjan þarna austurfrá svo svakaleg að líklega getur Steingrímur J farið að boða útflutning á mó til Kína. Það er svo sannarlega "eitthvað annað!". Þetta er nú flott hjá þeim, engar umhverfisvænar virkjanir ef hann kemst í stjórn en stórútflutningur á mó til brennslu í Kína!.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband