Leita í fréttum mbl.is

Úr sálarkytru sjálfstćđismanns - mbl 23.06.2004

Miđvikudaginn 23. júní, 2004 - Ađsent efni Úr sálarkytru sjálfstćđismanns Sigurjón Benediktsson skrifar um stjórnmál: "Gamlir göngugarpar og ţjáningarbrćđur skćldu og vćldu yfir ţví ađ varnarliđiđ vćri ađ fara."              Sigurjón Benediktsson             

ENN er mér í fersku minni, er ég, ásamt fúlskeggjuđum félögum og vammlausum vinum gekk gönguna miklu frá Keflavík til Reykjavíkur. Ekki mér til heilsubótar, heldur međ hugmyndafrćđi kommadindlanna upp á vasann. Sönglađi "Ísland úr NATÓ, herinn burt", bađ um kćrleik og friđ, bar virđingu fyrir ţeim sem höfđu málstađ, stóđu í baráttu, trúđu einhverju.

 

Óskaplega var nú líka gott fyrir sálina og ytra byrđiđ ađ fá á sig eggin og tómatana. Og háđsglósurnar. Allt herti ţetta hugann. Bćtti bjartsýni og trú. Já, ţetta var göfugt, allt saman.

 

Mitt sálartetur hefur aldrei séđ eftir ţessum tíma. Ţetta var góđur tími. Góđir vinir. Kunningsskapur. Vináttubönd. Allt byggt á misskilningi, en góđur tími.

 

En allt er í heiminum hverfult

Dag nokkurn, er ég lagđist í ţann ósóma ađ horfa á sjónvarp frá Alţingi, sá ég ekki betur, en einhverjir félagar mínir frá gömlu dögunum vćru ađ tjá sig. Ég lagđi viđ hlustir. Jú, ekki bar á öđru. Gamlir göngugarpar og ţjáningarbrćđur skćldu og vćldu yfir ţví ađ varnarliđiđ vćri ađ fara. Einhver stjórnvöld áttu ađ bjarga málunum og helst ađ koma í veg fyrir ađ dátarnir yfirgćfu oss. Össur, Ögmundur, Jón og hvađ ţeir nú heita allir í verkalýđsskrumkórnum, voru međ grátstafinn í kverkunum yfir "válegum tíđindum af Miđnesheiđi". Gleymdir voru slitnir skór og sárar tćr. Miđnesheiđin var komin međ nýja merkingu.

 

Svona er hann heimur

Ţetta var ótrúlegt.

 

Og ég kreisti litla landsfundarkver Sjálfstćđisflokksins fastar ađ brjósti mér. Ţakkađi fyrir ađ svona liđ vćri nú ekki í flokknum mínum. Ţar á bć vćru menn ekki ađ hlaupa svona útundan sér. En ţá tók litlu betra viđ. Tveir sjálfskipađir málsvarar litla landsfundarplaggsins míns, annar lögfrćđingur og prófessor og hinn einungis prófessor, voru enn einu sinni komnir í fjölmiđlana, hvor á sinni stöđinni, til ađ segja mér hvernig flokkurinn minn liti á hin og ţessi málin. Oftast var ţađ međ ákaflega alvarlegum augum. Og ég fann hvergi staf fyrir framsögn ţeirra í kverinu mínu. Og ţótt orđ ţeirra flygju á vćngjum vitsmuna og visku, vantađi hinn rétta tón.

 

Ekki hef ég orđiđ var viđ, ađ ţessir menn, ţrátt fyrir alla sína gćsku og allar sínar gáfur, hafi veriđ valdir eđa kosnir sérstaklega til ađ tala fyrir mig um málefni og afstöđu flokksins míns. Ég hef líka litla Landsfundarkveriđ og ţarf ekkert á túlkunum ţessara tveggja manna ađ halda. Ţađ eru til ađilar, sem kosnir hafa veriđ til ţess ađ tala fyrir mína hönd og annarra í nafni Sjálfstćđisflokksins.

 

Og hafa gert ţađ ágćtlega.

 

Svo er aldrei talađ viđ mig. En viđ ţig?

 

Er öllum sama?

 

Sigurjón Benediktsson skrifar um stjórnmál


Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband