Leita í fréttum mbl.is

Of lítið, of seint og of mikil illgirni, öfund og tilætlunarsemi

Þeir sem bera ábyrgð á því að hafa svift börn og unglinga möguleika til að njóta eðlilegrar tannheilsu, slá sig nú til riddara með einhverjum smáaurum til að sletta yfir fúsk stjórnvalda. Smáaurum sem eru ÓNÝTT framlög til tannlækninga barna og ungmenna. Segja svo að helferðarráðherrann hafi falið fúskliðinu hitt og þetta, - á kostnað almennings auðvitað. Ráðherra og ráðuneytið, svo ekki sé nú minnst á stofnanaliðið, hefur vitað Nákvæmlega hvert stefndi í fjórtán ár. En ekkert gert. EKKERT. Enda notað aurana, sem áttu að renna til barna og unglinga,  í "hítina" eins og einn stofnanafíkillinn sagði.

Raunendurgreiðsla á tannlækningum er á bilinu 20 - 30% og fer mest í 50% með þessu yfirklóri. Auðvitað er þetta svo tímabundið, ....verður líklega framlegt fram að kosningum.


mbl.is Endurgreiðsla hækkuð umtalsvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta innlegg Sigurjón.  Sem betur fer hef ég getað sent mín börn til tannlæknis, og reyndar með matarræði viðhaldið heilbrigði þeirra.  En í dag er það erfiðara, ég er að ala upp barnabarn, og aðgangur þeirra að allskyns sælgæti og ruslfæði gerir að tennur þeirra skemmast frekar án þess að við getum gert neitt í því.  Nema reynt að beita áróðri.  En ég hef horft upp á fréttir af börnum sem hafa ekki lengur neinar tennur, og það er bara hræðilegt að horfa upp á.  Þetta er til vansa hjá þjóð sem hefur mikla peninga til ráðstöfunnar í allskyns hégóma, en þegar kemur að heilsuvernd þá er buddunni lokað.  svei þessu bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 17:15

2 Smámynd: Júlíus Guðni Antonsson

Stóra málið er auðvitað það að tannlækningar eiga alfarið að lúta sömu lögmálum og aðrar lækningar í heilbrigðiskerfinu.Þessi tímabundna aðgerð er aðeins yfirklór á aumingjaskap stjórnvalda s.l.áratuga.

Júlíus Guðni Antonsson, 3.7.2012 kl. 17:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er bara ekki spurning að þetta á að vera allt undir sama hatti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband