Leita í fréttum mbl.is

Noregur? Er rauðgrænna þar?

Er nýkominn til Noregs. Verð að viðurkenna að margt minnir á útrásarbullið heima en í kvarðanum 1:100, 100 sinnum minna í N. Áberandi að tök þeirra á málum eru ákveðin og standast gagnrýni.
Þeir setja opinberan stuðning aðallega í tvo málaflokka: Samgöngur og heilbrigði auk þess að setja upp áætlun um átak í viðhaldi opinberra eigna....ekki nýbyggingar (sbr snobbhallir heima).
Hef tekið eftir að ekki var mikið minnst á menntun í þessu krepputali í Noregi. Á Íslandi eru menn uppbelgdir af því að einhver menntun bjargi öllu, -allir eigi að fara í skóla...-- hér í Noregi trúa þeir á kunnáttu og reynslu fremur en menntun.
Hér neitar forsætisráðherrann eðlilega að lækka laun sín mitt í miklvægum ákvörðunum. Heima lýðskrumast allir í þinginu þó þeir viti að þeir séu kámugir á krumlunum einmitt vegna þess að laun þeirra eru svo léleg. Dettur engum í hug að fækka þingmönnum og borga þeim góð laun?
Það er raunalegt að fylgjst með fúskinu heima. Á Íslandi eru möguleikarnir til að standast svona árásir og niðursveiflu miklu meiri, Nálægðin hefur bæði kosti og galla. Við vitum hvar glæpina er að finna.Vitum hverjir voru að verki.
Réttast væri að taka upp samband við Noreg. Við gætum kennt þeim skemmtilegheit og mátulegt kæruleysi sem þeim sárvantar.
Sá flokkur sem heitir því að elta uppi glæpahyskið og gefa þeim aldrei frið - hans er að stjórna.


mbl.is Eftirspurnin hrynur í norska hagkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband