Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Hver skammtar lífsgæði?

Nú er verið að lækka vsk á matvöru og fella niður vörugjöld á mat. Lobbýistar drykkjarvöruframleiðenda hafa staðið sig vel því sykraðir gosdrykkir munu einnig lækka í 7% vsk og felld verða niður vörugjöld af þessum lífsnauðsynlegu drykkjum. Sendi af þessu tilefni eftirfarandi á efnahagsnefnd þingsins:

Vel hefur konungur alið oss því hvítt er þessum karli um hjartarætur%u201D . Andaðist svo Þormóður Kolbrúnarskáld standandi
og féll ekki fyrr en hann var látinn
 
 Og vel ætla stjórnvöld að ala þessa þjóð. Nú liggur fyrir að ropvatnið dísæta mun flæða í enn stríðari straumum um varir, tennur, munn og maga þjóðarinnar þegar efnahagsaðgerðir stjórnvalda leiða til lækkunar á þessari vöru til þjóðarinnar. Halda mætti að kaloríusnauð sé þjóðin á leið til mikilla bardaga þar sem hár blóðsykur er forsenda mikilla afreka og dáða á vígvellinum. Nei þjóðin líður nú síst af öllu skort á hitaeiningum og mesti bardagi sem er í sjónmáli, eru slagsmálin á jólaútsölunum ef þjóðin kemst þá út úr húsi vegna offitu og depurðar af of  mikilli sykurneyslu í formi sælgætis og gosdrykkja um hátíðarnar.
 
Tannheilsu þjóðarinnar hrakar og á meðan lækka stjórnvöld álögur á sykrað ropvatn. Er það í sorglegri mótsögn við staðreyndir um heilsufar, forvarnir og viðhorf heilbrigðisstétta. Tannlæknar hafa ekki verið beðnir að gefa álit sitt á tillögum stjórnvalda.  En enginn, sem lætur sig einhverju skipta vaxandi glerungseyðingar á fallegum fullorðinstönnum barna okkar, getur látið málið fram hjá sér fara.
 
Undirritaður hvetur þingmenn til að koma í veg fyrir þessa atlögu að heilsu okkar. Heilsuvandir þingmenn samþykkja ekki að að dísætir gosdrykkir skuli undanþegnir vörugjöldum um leið og virðisaukaskattstig þeirrar vöru er lækkað. Gangi þetta óbreytt eftir táknar það aðeins eitt: Aukna neyslu með fleiri og fjölbreyttari og dýrari heilsufarsvandamálum. Þjóð sem tímir ekki að halda uppi almennri tannheilsugæslu verður að hafa vit til að stýra heilsuspillandi neysluvenjum út af borðum neytenda.
Nóg er nú samt!
 


Hver voru úrslit í prófkjöri Sjallanna hér í NA-kjördæmi?

Það kom á mig er mér var tjáð að heildarniðurstöður úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi væru trúnaðarmál og ég, frambjóðandi íprófkjörinu, gæti ekki fengið rafræna töflu um kosningaúrslitin og magn atkvæða í hvert sæti.! Trúnaðarmál hverra? Niðurstöður sem hafa verið birtar úr Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmum og öllum prófkjörum annarra flokka - eru leyndarmál í NA-kjördæmi! Hvað er svona mikið leyndarmál? Ég mun birta heildarniðurstöðurnar hér á þessari síðu innan skamms. Ég var næst neðstur og er afar ánægður með það svo ekki fari milli mála að þetta er bara áhugi og forvitni sem rekur mig áfram. Þetta verður nú enn einn naglinn á svona prófkjör ef leyndarhjúpur flokksins ætlar að umvefja lítil prófkjör út i á landi þar sem ekki má einu sinni nota merki flokksins í prófkjörsauglýsingum.

Af hverju eru úrslitin ekki birt?

Nú er langt um liðið frá því að prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi lauk. Það eru liðinir ellefu dagar. Á fréttamannafundinum þar sem úrslit voru kunngjörð var dreift sneplum nokkrum þar sem úrslitin voru tíunduð á þokkalegan og greinargóðan hátt. Ýmsir virtust hafa þetta undir höndum en aðrir ekki. Einhverjum dögum eftir prófkjörið kom sending frá hinni afar duglegu kjörstjórn þar sem reynt var að stimpla þessa snepla sem trúnaðarmál og frambjóðendum tjáð að dreifa alls ekki upplýsingum um úrslit!. Þetta er allskondið og bað ég strax um að aflétt yrði öllum "trúnaði" og úrslitin birt opinberlega. Enn hefur ekkert gerst í því - og þó ég hafi beðið um að fá úrslitin á rafrænu formi hefur því ekki verið svarað. Nú trúi ég ekki að nefndin ætli sér ekki að senda frambjóðendum og öllum sem vilja úrslitin á rafrænu formi eða birta á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Ef svo ótrúlega fer þá mun ég birta þau á þessari síðu þegar er ég hef sett þau upp í töflu eins og kynnt var á fréttamannafundinum. Þetta er ekki trúnaðarmál. Allir sem buðu sig fram vissu að þeir voru í framboði og gátu lent hvar sem var hjá kjósendum. Í öðrum kjördæmum haf þessir listar verið birtir án þess að nokkur væri spurður. Hvers vegna þessa leynd? Er eitthvað að?

Ljósleiðari, lífæð samskipta.

Ljósleiðari fór í sundur á föstudag og má segja að allt mannlíf hafi farið úr skorðum. Viðskipti stöðvuðust, ekkert sjórnvarp, og engir pistlar á bloggsíður. Þetta var lærdómsríkt og segir okkur hversu mililvægar þessar tengingar eru.
Ekki verður við unað að ekki sé hægt að treysta á þetta --- en það er líka ágætt líf án alls þessa.

Sjálfstæðisflokkurinn. Er hann allra?

Einu sinni sagði Davíð Oddsson að það væri betra og auðveldara ef Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki svona stór flokkur. Ég hef oft hugleitt þetta og auðvitað er þetta rétt. Stór flokkur getur stækkað og minnkað en of stór flokkur minnkar bara. Nú eru einhverjar skoðanakannanir að segja okkur um fylgi flokkanna. Um leið og vel gengur þá hrynur grunnbygging þess flokks sem nýtur best gengis í skoðanakönnun. Er það ekki í anda þess sem DO sagði? Það er fyrst erfitt í pólitík þegar allt gengur ofsavel! Þá þarf alvöru leiðtoga sem höndla erfiðar aðstæður af alvöru en ekki lýðskrumi. Síðan er enn einu sinni í fréttum (kastljósi) verið að velta sér upp úr hlerunum á síðustu öld. Ég spyr enn og aftur. Um hvað er venjulegt fólk að tala í síma sína?

« Fyrri síða

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 91671

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband