Leita í fréttum mbl.is

Alvöru þingmenn!

í dag er ég glaður, í dag vil ég skrifa. Ég vil skrifa um alvöru þingmenn. Annan hitti ég á Akureyri, flugvellinum, sátum og ræddum stjórnmál og stjórnmál. Hvílíkur hafsjór fróðleiks, yfirsýnar og framsýni. Hlýlegur og skemmtilegur. Auðvitað enginn annar en Halldór Blöndal. Alvöru þingmaður, alvöru maður. Ekki höfum við verið sammála alla tíð en alltaf getað rætt málin. Hver fer nú um sveitir og finnur grasrótina, litlu þjóðarsálina okkar sem er ekki búin að tapa sér í Kauphöllinni? Skilur að frelsi einstaklingsins er grundvöllurinn. Hefur pólitík, horfir fram. Hræðist ekki ákvarðanir. Tekur á með sínu fólki. Hinn maðurinn er Steingrímur J Sigfússon. Þó ég sé honum ósammála í flestu verður ekki af manninum skafið að hann er dinosaurus þingsins en þorir að hafa skoðanir. Og heldur þeim óhikað fram. Hann rassskellti samgönguráðherra sem því miður datt í pott lýðskrumsins í sjónvarpinu í gærkvöldi. Húrra fyrir þessum tveimur mönnum- Halldóri og Steingrimi Joð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnljótur Bjarki Bergsson

Ég þakka þér kærlega þessi sönnu og góðu orð um leiðtogann!!!
Ég veit að þú sérð ekki eftir því að hafa att kappi við hann við Mývatn um árið, en mér þykir gott til þess að vita að þú þekkir hans góðu kosti.
Ég þakka líka góða kveðju sem var markverðasti atburður miðvikudagsins, að því að ég best veit.

Arnljótur Bjarki Bergsson, 9.12.2006 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 91671

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband