6.8.2010 | 14:11
Gestrisni, já takk
Þrátt fyrir fagnaðarlæti formanns Framsýnar vegna þess að Akureyskum slökkviliðsmönnum hugnaðist að nota flugvöll okkar sem verkfallsvopn þá eru enn framsýnir aðilar hér á Húsavík. Þeir hafa sér til gamans ákveðið að gefa öllum farþegum,sem koma með fyrstu áætlunarflugvél til Húsavíkur í tíu ár, gjafabréf í hvalaskoðun og myndabók um Demantshringinn auk afsláttar í gistingu.
Þannig viljum við taka á móti gestum okkar en ekki tryggja að þeir húki í Reykjavík eins og formaður verkalýðsfélagsins óskar sér.
Það eru Bókaverrslun Þórarins Stefánssonar, Norðursigling og Kaldbaks - kot sem að þessu standa. Vonandi sjáumst við á vellinum nú klukkan 1445
6.8.2010 | 13:43
Sorglegur málflutningur með lýðskrumsívafi.
Við hin á Húsavík fögnum því að flugvöllurinn í Aðaldal, Húsavíkurflugvöllur, komist loks í gagnið. Þannig geta flugrekstraraðilar og farþegar kynnt sér aðstæður, og gögn og gæði vallarins. Á engan annan hátt er hægt að berjast fyrir flugsamgöngum til Þingeyjarsýslna. Ef formaður Framsýnar hefur ekki meiri framtíðarsýn fyrir flugvöllinn en að hann verði vopn í verkfalli þá er ekki furða að hér gangi fjöldi manna um á atvinnuleysisbótum á opinberu framfæri.
Formaður verkalýðsfélgsins á staðnum er þannig á móti því að gestir okkar, erlendir og innlendir ferðalangar, komist til að nýta sér þjónustu okkar og upplifa náttúruna hér. Fyrir lá að Flugfélagið á ekki neinni deilu við verkfallsliða og ætlaði reyndar að fljúga til Sauðárkróks ef flugvöllurinn í Aðaldal, Húsavíkurflugvöllur, lokaðist í aðgerðum Akureyskra slökkviliðsmanna.
Það myndi líklega gleðja formanninn.
![]() |
Gagnrýnir Flugfélag Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2010 | 09:19
Áætlunarflug velkomið til Húsavíkur
Það er í stór stund þegar aftur hefst reglubundið farþegaflug til Húsavíkur, eftir tug ára án slíkrar þjónustu. Auðvitað gætu ástæður verið skemmtilegri en langflestir sumarfarþegar á leið norður í land eru hvort eð er á leið að skoða náttúruperlur Demantshringsins (Húsavík - Ásbyrgi - Jökulsárgljúfur- Dettifoss- Mývatn- Húsavík)
Við bjóðum farþega velkomna og verður gaman að sjá hvernig áhöfn og farþegum líkar aðstæður á flugvellinum. Flugvöllurinn er nógu góður til að NATO vildi nýta hann sem meginstöð flugeftirlits á norðurslóðum fyrir nokkrum árum. Tiltölulega ný flugstöð og fallegt umhverfi skemma ekki fyrir ánægjulegri upplifun.
Vonandi standa allir aðilar að þessu með sóma og dugnaði og láta ekki farþega gjalda kjarabaráttu óskyldra aðila.
![]() |
Verkfall hafið og flug raskast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2010 | 07:39
Tökum vel á móti flugi til Húsavíkur
Það er ánægjiulegt að flug skuli nú hafið til Húsavíkur. Við skulum taka vel á móti þessu fyrsta áætlunarflugi í alltof mörg ár. Flestir flugfarþegar á sumrin eru hvort eð er á leið í náttúruperlur Demantshringsins svo ekki spillir þetta beina flug ferðum ferðalanga. Auðvitað verður eitthvað flogið beint til Akureyrar í framtíðinni en engin ástæða er til annars en að flugrekstraraðilar nýti sér flugvöllinn í Húsavík sem er einn besti flugvöllur landsins.
Tilfdrög flugsins mættu vera skemmtilegri en við því er ekkert að gera, og nú er um að gera að lofa flugrektraraðilum og farþegum að kynnast okkar frábæru aðstöðu og gestrisni.
TÖKUM VEL Á MÓTI FLUGINU Í DAG OG TRYGGJUM ÁFRAMHALD FLUGREKSTRAR TIL HUSAVÍKUR
![]() |
Slökkviliðsmenn í verkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 6. ágúst 2010
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar