Leita í fréttum mbl.is

Af sprungum og skćlum - mbl 20.11.1997

Fimmtudaginn 20. nóvember, 1997 - Ađsent efniReykjavíkurvćliđ Af sprungum og skćlum 

UPP Á síđkastiđ hefur runniđ upp fyrir landslýđ ađ allt er í rusli í Reykjavík. Ekki hefur linnt löngum grátgreinum um vandrćđi Reykvíkinga og raunir ţeirra eru svo óskaplegar, ađ gamla landsbyggđarvćliđ hljómar sem vinalegt barnahjal í sanngjörnum samanburđi.

 

Reykjavíkurvćliđ Af sprungum og skćlum

 

Međan vćlukór Reykjavíkur grćtur út styrki og er sammála um vesöld Reykjavíkur, telur Sigurjón Benediktsson ekki tilefni fyrir ađra ađ kvarta.

 

UPP Á síđkastiđ hefur runniđ upp fyrir landslýđ ađ allt er í rusli í Reykjavík. Ekki hefur linnt löngum grátgreinum um vandrćđi Reykvíkinga og raunir ţeirra eru svo óskaplegar, ađ gamla landsbyggđarvćliđ hljómar sem vinalegt barnahjal í sanngjörnum samanburđi.

 

Speki um sprungur

 

Vart hafđi mađur ţerrađ tárin eftir tvćr sorglegar sjónvarpslýsingar á sprungu nokkurri í Borgarspítalanum, ađ sama sprungan var sýnd aftur og aftur á einhverri annarri sjónvarpsrás, međ sama gamla góđa grátkórinn til taks. Úrvinda eftir heimsóknir fréttamanna í sprungu Borgarspítalans, birtust síđan pattaralegir stjórnendur spítalans og sögđu okkur ađ ţeir yrđu ađ fá 300500 milljónir til ađ loka sprungunni títtnefndu. Allt bendir nú til ţess ađ framkvćmdavaldiđ sannfćri löggjafarvaldiđ um ađ bráđnauđsynlegt sé ađ loka nokkrum ómerkilegum sjúkrastofnunum og íţyngjandi skólum úti á landi til ađ reiđa fram ţessa aura. Verst, ađ ekki sé hćgt ađ flytja sprunguna uppí Templarahöll ţar sem stjórnendur ríkisspítala stjórna á mörgum hćđum, hún kćmi sér vel ţegar kćmi ađ ţví ađ sannfćra almenning um viđhaldsţörfina ţar.

 

Ţingkonur ţinga

 

Vegna vanda spítala í Reykjavík settust tvćr ţingkonur viđ ríkisstyrktan hljóđnema í útvarpi og voru sammála um ađ búiđ vćri ađ bruđla svo mikiđ "úti á landi" ađ nú vćri kominn tími til ađ Reykvíkingar fengju einhverja lćkna- og spítalaţjónustu. Voru ţingkonurnar á einu máli um, ađ eitthvađ ćgilegt myndi gerast ef ekki yrđi brugđist skjótt viđ. Helst ţyrfti ađ loka öllum sjúkrahúsum úti á landi í hvelli, nema kannske á Akureyri, enda ţar góđ bakrödd í reykvíska vćlukórinn.

 

Ţetta ćgilega sem gćti gerst ef ...

 

Ógnin sem batt ţingkonurnar réttsýnu svo stíft saman var fólgin í ţví ađ einhverjum dytti í hug ađ Reykjavík vćri ekki Paradís og félli í ţá gryfju ađ flytja eitthvađ annađ en til Reykavíkur! Stjórnmálamenn ţjóđarinnar líta á ţađ sem mestu ógn aldarinnar ađ samkeppni komi frá útlöndum um búsetu. Ţađ vćri svo óskaplega slćmt ađ vera í jađarbyggđ. Ţađ vćri bara ekki mönnum bjóđandi ađ eiga heima í jađarbyggđinni Reykjavík og ţurfa ađ standa í samkeppni viđ útlönd.

 

Lítiđ ráđ

 

Niđurstađan af ţví ađ hlusta á Reykjavíkurvćliđ er sú, ađ enginn ćtti ađ flytja á hiđ ćgilega jađarsvćđi, Reykjavík. Ţar er allt í steik. Sprungnir spítalar, ţunglyndar ţingkonur og vonlaus samkeppni viđ útlönd. Engir almennilegir lćknar, slappir stjórnendur og sjúkt samfélag.

 

Međan vćlukór Reykjavíkur grćtur út styrk til samgöngubóta milli Reykjavíkur og Seltjarnarness, međan skćlt er yfir sprungum Borgarspítalans, međan hálfur ţingheimur og allir borgarfulltrúar eru sammála um vesöld Reykjavíkur, ţá er ekki tilefni fyrir ađra ađ kvarta.

 

Höfundur er tannlćknir á Húsavík.

 

Sigurjón Benediktsson


Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband