Leita í fréttum mbl.is

En það á enginn að hafa meira en 950.000 sagði....

forsætisráðherra! Hvað er nú verið að tala um 1200 þúsund? Af hverju leggur alþingismaðurinn Ólina  þetta ekki til ? Fleiri lög og reglur og meiri ráðstjórn?  Hvar varst þú þegar þjófarnir tóku sér margföld 1200 þúsundin þín eftir að hafa stolið lífeyri, sparnaði og eigum okkar hinna. Varst þú ekki umvafin pólitískum bitlingum í opinberum embættum út og suður - og æmtir hvorki né skræmtir?

      Stúdentspróf MÍ 1979. BA-próf í íslensku HÍ 1985. Cand.mag.-próf í íslenskum bókmenntum og þjóðfræði HÍ 1992. Stjórnunarnám við viðskipta- og hagfræðideild HÍ 1998-1999. Kennsluréttindi á framhaldsskólastigi 2001. Dr. phil. í íslenskum bókmenntum HÍ 2000.
      Vann við fiskvinnslu, var ritari og stundaði almenn skrifstofustörf 1975-1985. Blaðamaður á NT, fréttastjóri á Alþýðublaðinu 1985-1986Frétta- og dagskrárgerðarmaður á RÚV 1986-1990. Stundakennari í þjóðfræðum við Háskóla Íslands 1992-2000. Forstöðumaður þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands 1998-2000. Skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 2001-2006. Verkefnisráðinn sérfræðingur við Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands 2006-2009.
      Borgarfulltrúi í Reykjavík 1990-1994, í borgarráði 1992-1994. Í stjórn Dagvistar barna 1990-1994. Formaður sveitarstjórnarráðs Alþýðuflokksins 1991-1993. Í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur 1994-1998. Í stjórn Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins 1995-1996. Varaformaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar 1996-1998. Formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar 1998-2000. Varaformaður Menningarráðs Vestfjarða frá 2007. Formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða 2001-2006. Formaður Vestfjarða-akademíunnar 2005-2008. 


mbl.is Nóg komið af vitleysunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkun strax...

Þetta nær ekki nokkurri átt, maður sem fer úr feitri stöðu þar sem almenningur er féflettur og settur í enn feitari stöðu þar sem almenningur er endanlega beinhreinsaður er ekki hækkaður í launum! Á hann að svelta?  Hann hefur líka þjónað ráðstjórninni vel. Hærri laun á hann strax. Eingreiðlukjaftæði.....hann gæti örugglega fengið miklu miklu meira í laun erlendis. Það gátu forverar hans bæði fyrir og eftir hrun....að eigin sögn.
mbl.is Höskuldur með 2,9 milljónir á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll þjóðin í dómaraskikkjur...strax

Fleiri og fleiri verða sér nú út um dómaraskikkjur enda verður annar hver maður ákærður fyrir endurskoðunarvillu, svik við ráðstjórnina eða fyri rþau landráð að hafa ekið ekið utanvega á slóðum sem ráðstjórnin vissi ekki að væri til. Næst er að koma upp njósnaneti í öllum héröðum , á öllum vinnustöðum , á öllum heimilum þar sem vinir ráðstjórnarinnar geta  flett ofan af óvinum ráðstjórnarinnar og sent þá í skikkjuklæddan lýðinn og síðan í dyflissurnar.

Velkomið nýja Ísland. "Eitthvað annað" innihélt líka njósnara og dómara! Landsþing framhaldsskólanan fær nú fleiri og fleiri grafalvarleg mál til úrlausnar.  Byggjum stórt hús yfir Landsdóm. Hver á að njósna um njósnarana? Hver á að dæma dómaran? 


mbl.is Vill fá aðgang að tölvupóstum Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Landsþing framhaldsskólanna er sett"

Eftir gríðarlega yfirlegu og skikkjumátun og þónokkur peningaútlát komust einhverjir skjónar að einhverju um einhvern sem hefur nákvæmega ekkert að gera með hvað hér hefur gerst, hvað hér ER að gerast eða um ábyrgð á einu eða neinu. Höfum við ekkert annað að gera en að rífa upp svona leiktjöld sem hvorki halda vatni né vindi?

Ef eitthvað hefðu verið gert með kæruna hefði hvort eð ráðstjórnin bara breytt lögunum!

Þessir eru kosnir af HINU HÁA ALÞINGI til að sitja landsþing framhaldsskólanna (samkv vef Alþingis)

Aðalmenn: Linda Rós Michaelsdóttir kennari, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, fyrrv. borgarfulltrúi, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Fannar Jónasson viðskiptafræðingur, Hlöðver Kjartansson lögmaður, Dögg Pálsdóttir hrl., Brynhildur Flóvenz lögfræðingur.
Varamenn: Ástríður Grímsdóttir sýslumaður, Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, Már Pétursson hrl., Sveinbjörn Hafliðason lögfræðingur, Björn Jóhannesson hdl., Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi, Jónas Þór Guðmundsson lögmaður (kosinn 30. nóvember 2009), Sigrún Benediktsdóttir lögmaður.

 


mbl.is Landsdómur vísar kæru frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2011

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband