Leita í fréttum mbl.is

Menningarferð til Reykjavíkur: Frásögn sveitajúlla.

Um liðna helgi lagði ég hjól undir fætur mínar og fór til borgríkisins. Fyrir utan allt sem ekki var gott var þetta mikil upplifun. Fyrst fór ég í sýningarsafnið í Perlunni. Perlan er nú alveg sérstök og hvílikt útsýni og mannvirki! En sögusafnið eða hvað sem þetta heitir er stórkostlegt og þú skalt fara þangað þó þú sért enn á gúmmískónum. Passaðu bara heilsa ekki sveitungum þínum sem þú sérð þarna í þessum fallega heimilisfatnaði. Þetta eru vaxmyndir, alveg stórkostlega vel gerðar og eðlilegar. Spjallaði ég heillengi við eina og fattaði ekki neitt fyrr en ég klappaði kumpánlega á bakið á henni án viðbragða. Kona mín fullyrtri að einn hefði lyft hendi í kveðjuskyni. En þarna var vel gerð sýning með fróðleik og fagmennsku. Gaman. Næst fórum við í Þjóðminjasafnið . Þar er allt breytt frá því sem áður var og mátti safnið nú alveg við því. Var það skemmtilegt en ekki ýkja fjörlegt. En einni ferð til Reykjavíkur á hverju ári til þess að heimsækja Þjóðminjasafnið er val varið og ungviðið verður að sjá þetta. Þarna eru gersemar þjóðarinnar. Mætti vera meira fjör. Mér finnst meira gaman í líflegu söfnunum og sýningunum og fræðin síast betur inn. Næst fórum við í Sögusýningu Landsbankans í gömlu Moggahöllinni. Það verð ég að segja að það kom skemmtilega á óvart. Vel upp sett og áhugavert. Þarna var saga Reykjavíkur í myndum og saga viðakipta og verslunar í tólum og tækjum. Mæli með þessaeri sýningu. Lokað var í kjallara nýja hótelsins í Aðalstræti en þar er landnám Ingólfs rifjað upp með raunveruleikaþætti.Fróðari fór ég heim.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband