15.1.2007 | 13:57
Menningarferð til Reykjavíkur: Frásögn sveitajúlla.
Um liðna helgi lagði ég hjól undir fætur mínar og fór til borgríkisins. Fyrir utan allt sem ekki var gott var þetta mikil upplifun. Fyrst fór ég í sýningarsafnið í Perlunni. Perlan er nú alveg sérstök og hvílikt útsýni og mannvirki! En sögusafnið eða hvað sem þetta heitir er stórkostlegt og þú skalt fara þangað þó þú sért enn á gúmmískónum. Passaðu bara heilsa ekki sveitungum þínum sem þú sérð þarna í þessum fallega heimilisfatnaði. Þetta eru vaxmyndir, alveg stórkostlega vel gerðar og eðlilegar. Spjallaði ég heillengi við eina og fattaði ekki neitt fyrr en ég klappaði kumpánlega á bakið á henni án viðbragða. Kona mín fullyrtri að einn hefði lyft hendi í kveðjuskyni. En þarna var vel gerð sýning með fróðleik og fagmennsku. Gaman. Næst fórum við í Þjóðminjasafnið . Þar er allt breytt frá því sem áður var og mátti safnið nú alveg við því. Var það skemmtilegt en ekki ýkja fjörlegt. En einni ferð til Reykjavíkur á hverju ári til þess að heimsækja Þjóðminjasafnið er val varið og ungviðið verður að sjá þetta. Þarna eru gersemar þjóðarinnar. Mætti vera meira fjör. Mér finnst meira gaman í líflegu söfnunum og sýningunum og fræðin síast betur inn. Næst fórum við í Sögusýningu Landsbankans í gömlu Moggahöllinni. Það verð ég að segja að það kom skemmtilega á óvart. Vel upp sett og áhugavert. Þarna var saga Reykjavíkur í myndum og saga viðakipta og verslunar í tólum og tækjum. Mæli með þessaeri sýningu. Lokað var í kjallara nýja hótelsins í Aðalstræti en þar er landnám Ingólfs rifjað upp með raunveruleikaþætti.Fróðari fór ég heim.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.