Leita í fréttum mbl.is

Listi Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi

Á fámennu kjördæmisþingi í Mývatnssveit( rétt rúmlega 50 manns mættu) var listinn borinn upp og samþykktur. Tillaga kjörnefndar var samþykkt einróma en áður hafði verið kosið um 7.sætið milli mín og Ingibjargar Aspar Stefánsdóttur. Ingibjörg sigraði með yfirburðum 39 -13 ef ég man rétt og er hún í 7.sæti listans. Sjálfstæðisfélag Húsavíkur og nágrennis hafði samþykkt einróma að styðja mig til þess sætis svo ég taldi skyldu mína að láta á það reyna. Ekki veit ég hvaða horn Akureyringar hafa í síðu minni en ekki finn ég mikið fyir því í daglegu amstri en þeir eru afskapleg illa hyrndir og erfitt að átta sig á hvert hornin stefna. Friðrik Sigurðsson bóksali á Húasvík verður fulltrúi svæðisins (17% landsins) í 8. sæti og mega Þingeyingar muna sinn fífil fegurri á lista flokksins í kjördæminu. En svona er það bara. Ég óska listanum góðs gengis í kosningunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband