Leita í fréttum mbl.is

Framtíðarlausn á flugvanda

Allir sem hafa flugpróf vita, að þegar einhver greindargóður samgönguráðherra lækkar fjöllin öll - allt um  Eyjafjörð  verður þar besti flugvöllur í heimi ---en þangað til eru flugvellir um allt norðurland sem eru frá meistarans hendi miklu hentugri til flugs.

Flugvöllurinn á Húsavík sem er í Aðaldal 9 km frá Húsavík, 40 km frá Mývatni og 80 km frá Eyjafirði er í fallegu umhverfi, með slitlagi flugvalla, er frábær til aðflugs og flugtaks, með nýja flugstöð (ónotuð). Þar voru öll fullkomnustu aðflugstæki uns Akureyrardekrinu tókst að taka allt frá þessum frábæra flugvelli um leið og dekrið barðist fyrir því að taka hann af skrá yfir flugvelli í umsjón Flugstoða. Þar eru þó enn öll öryggistæki til að taka á móti farþegaflugi eins og á öðrum flugvöllum.

Nú stendur uppá okkur íbúa í Þingeyjarsýslum að taka vel á móti flugi til flugvallar okkar - og nú stöndum við saman að því að gera þetta eins og við viljum hafa þetta í framtíðinni. Farþegaflug á flugvöllinn í Aðaldal, þangað sem hundruð þúsund ferðalanga leita.

 Það þurfti verkfall slökkviliðsmanna til að sanna þetta ...við styðjum þá í sinni kjarabaráttu..þeir eru velkomnir hingað í vinnu við slökkvilð Húsavíkurflugvallar í Þingeyjarsýslum.

 

Tökum vel á móti fyrsta fluginu.

 


mbl.is Húsavík í stað Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Maður setur ekki alþjóðaflugvöll við pláss þar sem búa örfáar hræður og fer fækkandi.. maður setur flugvelli þar sem fólkið býr og þjónustan er best.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2010 kl. 17:47

2 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Blessaður Jón, það er nú svo undarlegt að allir vilja endilega koma og skoða þessar hræður og landið sem þær byggja. Þú veist það alveg eins og ég að Akureyrarflugvöllur er fínn fyrir TwinOtter vélarnar en alvöru flugvélar forðast þennan völl eins og kostur er.

Húsavíkurflugvöllur átti á sínum tíma að vera flugvöllur fyrir NATO vegna aðstæðna og gæða, en sjálfsagt hafa Akureyrskir hagsmunir komið í veg fyrir það eins og fleiri góð samgöngumál (Kísilvegur, Sprengisandsleið, Dettifossvegur ofl ofl.)

Blessaðir nágrannar okkar elskulegir hafa ekki skilið hlutverk sitt sem höfuðstaður Norðurlands á annan hátt en að við ættum öll að búa þar og halla þar höfði okkar að ríkisforsjá á alla kanta.

Sigurjón Benediktsson, 6.8.2010 kl. 07:51

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég veit ekki hvaða upplýsingar þú hefur um Akureyrarflugvöll en samkvæmt opinberum gögnum geta allar vélar sem notaðar eru af flugrekendum á Íslandi lent á Akureyrarflugvelli..og það auðveldlega. Alþjóðaflugvöllurinn í Hong Kong er td miklu erfiðari svo dæmi sé nefnt. Aðaldalsflugvöllur hafði og hefur þær takmarkanir eins og Reykjavíkurflugvöllur að burðarþol brautar er ófullnægjandi og bara það kemur í veg fyrir að þar verði nokkurntíman lent vélum mikið stærri en Fokker. Varla förum við að moka okkur niður úr Aðaldalshrauni til að fá burð í brautir þarna.  Stærstur hluti umferðar um Akureyrarflugvöll er innanlandsumferð og stærstur hluti þeirrar umferðar á heimilsfestu á Akureyri og Eyjafjarðarsvæði.. og við vitum að tveir flugvellir verða aldrei reknir með svo nærri hvor öðrum. Væri ekki tiltölulega glórulaus að aka 100.000 manns á ári austur í Þingeyjarsýslur til að taka innanlandsflug. Þá er hagstæðara að þau 10% sem eiga uppruna þar komi til Akureyrar. Innanlandsflugvöllur í 100 km fjarlægð frá Akureyri dræpi innanlandsflugið endanlega.. tími sem tæki Akureyring að fljúga til Reykjavíkur færi úr 1 klukkustund í 2,5 klukkustundir og ef tekið er flug fram og til baka sem er stór hluti umferðar á þessari leið færi ferðatími úr rúmlega 2.5 klukkustundum og upp undir 5 klukkustundir. Það dræpi innanlandflug á þessari leið sem borið er uppi af fólksfjöldanum við Eyjafjörð.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2010 kl. 08:53

4 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Blessaður Jón...eitthvað ert þú nú að mildast.

En ég er nú reyndar með einkaflugmannspróf og veit því ýmislegt um flug og flugvelli-  þó ég viti auðvitað ekki jafnmikið og þú. Það veit ég að aðflug, flugtak og fjallabylgjur er ekki vandamál á Húsavíkurflugvelli.

Þegar og ef göng koma undir Vaðlaheiði vegna stóriðju á Bakka við Húsavík þá verður ekki flókið að fara á hvorn flugvöllinn sem er öllum til geðs. En það veist þú að sumarumferðin norður í land í lofti er 70% erlendir ferðamenn sem vita ekki hver Nonni var - og ætla sér frekar að skoða náttúruperlur Þingeyjarsýslna. Vel má hugsa sér beint flug til Húsavíkur án þess að það skerði ykkar stöðu á nokkurn hátt.

Oft sakna ég þess að Akureyri standi undir nafni bæði í orði og æði sem höfuðstaður og brjóstvörn okkar á Norðurlandi.Vonandi lifum við það að allt svæðið verði eitt sveitarfélag með sameiginlega hagsmuni.Og bjarta framtíð.

Sigurjón Benediktsson, 6.8.2010 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband