13.8.2010 | 08:40
Ekkert verkfallsbrot
Þá er það komið á hreint....hér er alls ekki um neitt verkfallsbrot að ræða. Málið komið af einhverju ímynduðu gráu svæði og liggur hreint og tært fyrir. Ef þeir sem vilja gera Húsavíkurflugvöll að verkfallsvopni sínu fara ekki að lögum verður að leysa þá uppákomu.
Slökkviliðsmenn geta því farið heim og barist í sínu verkfalli við viðsemjendur sína og launagreiðendur en ekki níðst á saklausum farþegum til Norðurlands.
Sjálfsagt munu þeir vera rassíðir slökkviliðsmennirnir ef kviknar í hjá mér, en það nægir ekki til að kúgunar hér Þingeyjarsýslum. Faí ég hjartaslag munu einhverjir aðrir sjá um að drusla mér til læknis.
Ef ég sem tannlæknir færi nú í verkfall - og bannaði öllum að fara til lækna og kæmi í veg fyrir það með öllum ráðum (sérstaklega með flugi!) - þætti verkalýðsrekendum það ekki afskaplega eðlilegt?
Bíll frá Bakka til Húsavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Athugasemdir
Þú sem tannlæknir gerir annað: þegar þér finnst koma of lítið inn, þá er verðskráin hjlá þér einfaldlega hækkuð. Og ekki skiptir máli hvort Tryggingastofnun haldi sig við sömu niðurgreiðsluprósentu hjá þeim sem eiga hana skv. lögum eða haldi sig við einhverja ímyndaða gjaldskrá sem hefur ekki hækkað síðan ég veit ekki hvenær. Sjúklingarnir þínir borga, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þú getur líka farið í frí þegar þér hentar og þá keyrt suður ef ekki er flogið vegna verkfalls. Þú ert ekki á bakvakt nema ef þú sjálfur vilt. Ekki veit ég hvort þú eða slökkviliðsmaður vinni fórnfúsara starf. Ég hef allavega þá skrítnu hugmynd að starf þitt sem tannlæknir sé ekki alveg jafn áhættusamt og þess sem sinnir slökkvistafi eða sjúkraflutningum. Að lokum: Þyrftir þú ekki að minnka aðeins lífsstandard þinn ef þú værir á sömu launum og slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn?
Garðar (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 09:38
Bíddu Garðar, hvernig tengist þetta því hvað hann geri? Hann er bara að koma með algerlega lögmæta myndlíkingu... Svipað og að segja að ég sem kerfisstjóri færi í verkfall en myndi sjá til þess að enginn myndi geta notað tölvur á suðurlandi eða jafnvel ef flugmenn Icelandair færu í verkfall að þá myndu þeir koma í veg fyrir flug Iceland Express... Gjörsamlega fáránlegt ef LSS ætlar að fara að skipta sér af því hvort aðrir vinni vinnuna sem þeir neita að vinna. Hvernig væri svo ef alþingi myndi nú bara setja sig í svipaðar stellingar og þegar flugumferðarstjórar fóru í svipaðar aðgerðir fyrir ekki svo löngu, skella bara lögbanni á verkfallið... Það hentaði ágætlega þá. Og þó svo að íslenskir flugumferðastjórar sjái um lofthelgi á stórum hluta norður atlandshafsins þá finnst mér persónulega LSS þjóna mun mikilvægari störfum en að halda uppi flugsamgöngum. Er alls ekki að segja að ég sé á móti þessu verkfalli þeirra, þeir gera það sem þeir vilja svo lengi sem þeir fari ekki í einhverjar fáránlegar aðgerðir sem bitnar svo á fólki sem hefur EKKERT með þetta verkfall að gera og getur ekkert gert í ss. hindra innanlandsflug.
steini ego (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 10:18
Við erum alveg sammála því að það þurfi að bæta kjör slökkviliðs og sjúkraflutningamanna.
Ég get samt ekki samþykkt að það sé verkfallsbrot að fljúga á flugvöllinn í Aðaldal.
En ég ætla að víkja að öðru máli sem kemur Flugmálastjórn við..... eða kannski er það Isavia??
Þeir hafa verið að hirða upp slökkviliðsbílana sem verið hafa á smærri flugvöllum landsins og þar á meðal Aðaldalsflugvelli.
Þetta hafa verið gamlir bílar, en lítið eknir og með ágætis búnaði sem virkar.
En þeir minnka með þessu þjónustuna....... selja bílana kannski fyrir lítinn pening.... en hver er tilgangurinn?
Stefán Stefánsson, 13.8.2010 kl. 10:24
"Ef ég sem tannlæknir færi nú í verkfall - og bannaði öllum að fara til lækna og kæmi í veg fyrir það með öllum ráðum (sérstaklega með flugi!) - þætti verkalýðsrekendum það ekki afskaplega eðlilegt?"
Sjálfum finnst mér þetta ekki vara góður samanburður, nema ef horft væri útfrá aðstoðarmanni tannlæknis því að mér skilst þá eru flestir tannlæknar (ef ekki allir, þekki það ekki) atvinnurekendur með eigin stofu.
En ef horft er frá því að væruð "launamenn" þá telst þér eðlilegt, ef færuð í verkfall til að ná til þín hlutum sem telduð að ættuð rétt á, þá kæmu inn aðilar sem hefðu fengið "þjálfun" í tannlækningum og sintu viðskiptavinum á meðan þið væruð í ykkar kjarabaráttu. Til hvers þá að flýta samningum við ykkur?
Auðvitað kemur þetta oft niður á óviðkomandi aðilum og verður óþægilegt. Hins vegar mega menn aðeins líta í eigin barm (þó erfitt sé þegar eru ekki í keimlíkri stöðu) eða útfrá nátengdum sem á í slíkri baráttu. Ef ekki kæmi til t.d. lokun flugvalla þá væri nú ekki mikill þrýstingur á að leysa viðkomandi kjaradeilu.
Þar utan þá skilst mér að neyðarþjónustu er sinnt þó séu í verkfalli.
Ignito, 13.8.2010 kl. 10:48
steini ego, þú ert einnig með ranga líkingu að mínu mati. Ef kerfisstjórar færu í verkfall þá vilduð þið ekki, og mynduð reyna koma í veg fyrir, að aðrir aðilar fari í þau störf sem þið sinntuð. Enginn að tala um að þá mætti enginn fara í tölvur.
Eitt í þessu sem ég þekki ekki til. Er til einkarekið slökkvilið á Íslandi? Og eru slökkviliðsmenn þar innan ekki í sama stéttarfélai? Það væri líklegast eina tilfellið sem þeir aðilar mættu taka við þessari vöktun.
Ég er ekkert of viss að allt flug sé lagt niður og allir flugvellir séu lokaðir. Einhverjar 2. manna rellur geta flogið á hina og þessa staði. Þetta snýr að rekstri flugvallarins og regluvirki þar sem ætlast er til að vöktun slökkviliðs sé til staðar.
Ignito, 13.8.2010 kl. 11:00
Þakka góð og málefnaleg viðbrögð við innskoti mínu. Lífsstandard minn ógnar nú engu launajafnvægi hér á landi. Þarf reyndar að vinna í Noregi hálft árið til að ná þessum ægilega lífsstandard sem Garðar óttast. Þó það komi málinu ekkert við.
Einu viðsemjendur okkar (Sjúkratryggingar Íslands, sem eru að leita sér að stóru stóru húsnæði) taka einhliða ákvarðanir um hvað ÞEIR vilja greiða sjúklingum vegna tannlækninga. Síðan er sérstakur samningur um skoðun 3, 6 og 12 ára barna. Látum þetta nægja um vonlaust kerfi tannlæknatrygginga á Íslandi.
Athugunarvert er innleg Stefáns um slökkvibílana, það kemur á óvart að þessir bílar virðast horfnir á mörgum stöðum. Svo er búið að "færa til" alls konar tæki og tól sem einhverjir hafa haldið að væru öryggistæki á flugvöllum hvort sem þangað er áætlunarflug eða ekki.
Meginpunkturinn er að við getum ekki látið lítinn hluta einnar stéttar (hvort sem það eru tannlæknar eða slökkviliðsmenn) stjórna gangi mála hjá heilli þjóð.
Svo flýgur vélin bara til Sauðárkróks ef eitthvað vesen er á flugi til húsavíkur...og allir tapa!
Sigurjón Benediktsson, 13.8.2010 kl. 11:58
Þessa deilu verður að leysa með einum eða öðrum hætti semja við þá og koma á móts við þessa menn sem leggja oft líf og limi í hættu fyrir okkur hin,það er bara til skammar hvernig er verið að koma fram við þá ....
BenniG (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.