Leita í fréttum mbl.is

Dæmigerð viðbrögð!

Athugasemdir við bloggfærslu minni í gær eru einkennandi fyrir þjóðfélag okkar. Hið nýja óskabarn þjóðarinnar telur að kaffiþamb Jóns Sigurðssonar og svallsveina hans hafi verið grunnurinn að sjálfstæði þjóðarinnar og ég sé bara illa innrættur bjáni. Það er af því að ég  tel að það séu engir Fjölnismenn nú á sveimi á kaffihúsum borgarinnar. Sé það innlegg í umræðuna að berjast fyrir æfingasvæði fyrir geimfara sem ætla til Mars þá er ég vissulega bjáni. Önnur athugasemd snerist um gamla lummu: Að hata tannlækna. Líklega af því að viðkomandi hefur ekki nennt að hirða um tennur sínar og tímir ekki að greiða fyrir þá læknisþjónustu sem tannlæknar veita. Svo er það auðvitað glæpur minn að vinna fyrir salti í grautinn. En það geta ekki allir verið á atvinnuleysisbótum. Loks voru einhverjar athugasemdir um það að ég vissi ekki um hvað ég væri að tala. Auðvitað veit ég ekkert um hvað ég er að tala. Ég var ekki í "slembilukkutakinu", enginn talaði við mig , ég hitti ekki "útvalda" á kaffihúsum. Ég rek mitt fyrirtæki alveg eins og margir aðrir. En ég tek ekki þátt í hjarðupplifun hóps sakleysingja sem láta leiða sig til skoðana annarra. Ég þekki handbrögðin frá hinum ömurlegu Alþýðubandalagsdögum mínum. Og svo uppstillingin! Landsfundur Sjálfstæðisflokksins "copy-paste". Virkar vel á hjörðina. Að kalla þetta þjóðfund er móðgun við alla þá sem kunna söguna og vita fyrir hvað Þjóðfundur stendur. Verði ykkur að góðu kaffihúsakverúlantar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurjon! Eru einhver sårindi i ter? Hvada bull er tetta med hatur å tannlæknum. Med einlægum okurvilja hafa tannlæknar sjålfir målad sig ut i horn, tannig ad venjulegt folk hefur ekki efni å teirra tjonustu. Ætti ekki madur, å tinum aldri og med tina menntun ad eiga nog salt i grautinn og turfa ekki ad fara til annarra landa til ad afla tess. Med kvedju frå Norge

einar olafsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband