Leita í fréttum mbl.is

Ó, okkar lýsandi leiðtogar!

Mikið er nú gott að Landsvirkjun er orðið að alvöru útibúi umhverfisöfganna, þá stefnir þetta allt í sömu átt og engu að kvíða. Forstjóri Landsvirkjunar er hlýðinn og góður drengur og gerir eins og honum er sagt. Nú er eðlilegast að sveitarfélögin á norðausturlandi taki þetta virkjanabull allt út úr sínu aðalskipulagi. Ráðherrar fjármála og umhverfismála geta þá farið að einbeita sér að því að koma í veg fyrir  atvinnuuppbyggingu  einhvers annarsstaðar en á norðurlandi
mbl.is Rannsóknarleyfi ekki nýtt að svo stöddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég veit ekki betur en að allt sé á fullu við að virkja á Þeystareykjum, í Bjarnarflagi og við Kröflu í viðbót við virkjunina sem þegar er í Kröflu.

En ykkur finnst það ekki nóg, þið viljið ALLT  og meira en það af því að þið eruð búin að hengja ykkur á aðeins einn kost, að mest orkubruðlandi og stærsti kaupandinn sé einn inni í myndinni jafnvel þótt ekki sé til orka fyrir hann nema að fara um víðan völl um allt norðanvert landið fyrir hann. 

Við "umhverfisöfgafólkið" vogum okkur að biðja griða litlum hluta af jarðvarmasvæðinu og allt ætlar vitlaust að verða! 

Ómar Ragnarsson, 11.1.2011 kl. 21:25

2 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Kæri Ómar

Orkuöflun á þessum svæðum krefst aðeins ca 1% af yfirborði svæðanna en geimfaragarðurinn þinn (fyrir þá sem ætla til Mars) krefst 32 ferkílómetra friðunar. Hvar er nú frekjan og yfirgangurinn.

 Og við getum vel lifað með einhverjum geimfaragarði þarna í sátt og samlyndi.

Auk þess segir þú að allt sé á "fullu" en staðreyndin er sú að ekkert hefur verið gert á Þeistareykjum og Gjástykki í þrjú ár vegna þess að umhverfisráðherra (ÞS) stöðvaði allar rannsóknir á svæðinu. Engin orkunýting er í Bjarnarflagi eftir að Kísiliðjan var drepin (Grænar lausnir hafa eytt ca 500 miljónum af almannaféí tómt bull), engin orkunýting er á Þeistareykjum, engin í Gjástykki - en Krafla er auðvitað orkunýtingarsvæði , sem betur fer.

Þú ert ekki biðja neinum griða heldur að eyðileggja atvinnumöguleika fólks á Noðurlandi. Ekki erum við að eyðileggja þína atvinnumöguleika...eða er þetta þín atvinna?

Sigurjón Benediktsson, 12.1.2011 kl. 05:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband