Leita í fréttum mbl.is

Hvernig getur hið opinbera boðið "ókeypis" eitthvað?

Ég er tannlæknir og get ekki boðið mínum sjúklingum upp á ókeypis tannlækningar. Það er af því að ég þarf að greiða opinber og lögboðin gjöld og tryggingar af mínum rekstri, hafa tekjur til tryggja að mitt starfsfólk fái laun, slysa og sjúkrabætur, fæðingarorlof, borga leigu fyrir húsnæði, leitast við að hafa innkomu til að greiða efniskostnað og annan rekstur. Hvernig á ég að geta kallað inn sjúklinga á mína stofu þegar svona "lúxus" -reyndar á minn kostnað-  er í boði? Og ferðir líka!! Ég hvet alla forráðamann allra barna á landinu að sækja um þetta "tilboð" nú þegar. Ekki láta neitt aftra ykkur. Hér virðist vera óþrjótandi peningaflæði í ferðir ogfyirbyggjandi tannlækningar.

Hvernig áð ég að keppa við þessar "ókeypis" tannlækningar sem eru svo greiddar með skattpeningum frá mér og minni stofu. Get það aldrei.  Ég bara loka.

 

Ég á þó gott. Mín vinna og kunnátta er metin að verðleikum í öllum öðrum löndum en ráðstjórnarríkinu hér.

 


mbl.is Sótt um tannlæknaþjónustu fyrir 700 börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

  Komdu sæll Sigurjón. Mér þykir leitt að heyra að þessi þjónusta komi svona hart niður á þinni tannlæknaþjónustu, svo þú ert heppinn að geta skroppið til Noregs eftir viðbótar tekjum. En svo mikið get ég sagt þér að ég á tvö barnabörn bæði á barnaskólaaldri. Við bankahrunið missti annað foreldrið vinnu sína og tekjur hins duga rétt til að greiða af lánum og kaupa í matinn. Hvað er þá til ráða þegar kemur að tannviðgerðum barnanna?? Ég tók að mér að greiða fyrir tannviðgerðirnar og birjaði á yngra barninu og kosnaður við fyrstu tönn hennar var rúmar 15.000 þó að það fengist tæpur helmingur endurgreitt þá þurfti að greiða á staðnum fyrst. Síðan snéri ég mér að hinu barninu, fjögur skipti þurfti það barn og kosnaður við hverja ferð krónur 8.000 og þá var búið að draga frá endurgreiðslu. Hversu miklar tekjur þurfa þá foreldrar bara fyrir tannviðgerðum því það eru ekki bara börnin sem eru með tennur, foreldrarnir hafa líka tennur. Og svona í lokin þá hringdi ég í nokkra tannlækna til að vita hvort hægt væri að semja við þá um greiðslur fyrir tannviðgerðir foreldrana sem eru ornar nokkuð brýnar en engin vildi semja. Svo ég vil ráðleggja þér að vera bara oftar í Noregi. (Okkur hinum líður heldur ekki vel, en erum ekki tannlæknar að mennt).

Sandy, 25.5.2011 kl. 20:12

2 identicon

Þetta er góður punktur hjá þér Sigurjón.

En, til að geta nýtt sér þetta tilboð þurfa foreldrar/forráðamenn að vera MJÖG tekjulágir, (kemur virkilega á óvart hvað margar fjölsk. virðast uppfylla þessi tekjumörk).

þetta eru viðmiðin skv. heimasíðu www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/32756

  • Einstæðir foreldrar/forráðamenn með tekjur undir 2.900.000 kr.
  • Hjón eða sambúðarfólk með tekjur undir 4.600.000 kr.
  • Tekjuviðmiðið hækkar um 350.000 kr. fyrir hvert barn umfram eitt.
  • Líklega er þetta ekki börn sem hefðu komið til þín hvort eð er.

    Vandamálið er flókið og ef það væri hægt að borga mannsæmandi laun í landinu væri þetta ekki vandamál.

    Verð þó að segja Guðbjarti til hróss að hugsa fyrst um börnin í þessari krísu. Hitt verðum við samt að leysa þ.e. launamál almennt í landinu

Einar Guðmannsson (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 20:23

3 identicon

Sæll Siggi, gott fá innsýn í þessa mismunun. Þess verður sennilega ekki langt að bíða að tanngómar verði aftur ein vinsælasta fermingargjöfin.

Hvernig er þetta í Noregi eru barnatannlæningar þar greiddar af ríkinu eins og hér í Danmörku og Svíþjóð og er þá norræna velferðin þeirra Steingríms og Jóhönnu miðuð við velferðina í Skandinavíu eins og hún var upp úr 1930.Bestu kveðjur á fjölskylduna.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 21:06

4 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Ég er nú engu nær um hvernig hið opinbera getur boðið "ókeypis" tannlækningar eftir lestur innleggs Sandyar. Ef hún var að afsaka að hún nýti sér þessar "ókeypis" tannlækningar velferðarráðuneytisins þá er það alveg óþarfi. Að sjálfsögðu nýta foreldrar þessar tannlækningar. Ég var aðeins að benda á að þessar tannlækningar eru í ólöglegri og óeðlilegri samkeppni við mig sem tannlækni og þær eru unnar af tannlæknum sem einhver borgar laun. Þau laun eru raunar mjög rífleg miðað við það að engar afkastakröfur eru gerðar, en afar rýr ef reka ætti tannlæknastofu á þeim launum.

Sandy þarf heldur ekkert að vera hvetja mig eða aðra til að fara af landi brott. Það er sjálfgert og getur hún og aðrir fagnað því ef þeim sýnist svo. Skattarnir mínir fra þá ekki í að greiða fyrir ferðir minna sjúklinga til ríkisrekinna tannlækna í Reykjaví. Ráðstjórnin getur þá hirt þá skattpeninga af þér og öðrum.

Sigurjón Benediktsson, 25.5.2011 kl. 21:10

5 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Sæll Einar

Vandamálið við svona tekjutengingu á heilsufari er, að það er ekki verið að beina þeim sem endilega þurfa á tannlæknaþjónustu að halda í þessar   "ókeypis" tannlækningar heldur flokka fyrirfram þá, sem hafa lægstu launin. Sem aftur er engin tilvísun á lægstu ráðstöfunartekjurnar eða mestu félagslegu vandamálin, hvað þá mestu tannheilsuvandamálin. Þetta ´"átak " hefur því engar, allsengar, faglegar forsendur.

Á Húsavík hafa öll börn verið kölluð inn til tannlæknis án tillits til tekna eða annars í þrjátíu ár. Því er nú sjálfhætt.

 Velferðaráðherra var ekki að hugsa um börn með þessu "átaki". Hann og hans ráðuneyti var einungis að seta up leiktjöld til að blekkja almenning. Telja fólki trú um að hér væri eitthvað ókeypis. Raunin er sú að fjárframlagið (150 milljónir) til þessa verkefnis kemur beint frá framlagi til tannlæknatryggingahlutans og skerðir því á endanum rétt einhverra annrra til endurgreiðslu tannlæknakostnaðar. SVONA ER NÚ ÞAÐ.

Sigurjón Benediktsson, 25.5.2011 kl. 21:25

6 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Sæll Svenni

Gaman að heyra í þér. Að sjálfsögðu eru tannlækningar barna og unglinga endurgreidar að fullu í Noregi. Þar eru að vísu ríkisreknar tannlæknastofur en það er ekki á færi nema ríkustu landa að halda slíku úti.

"Velferðarstjórnin" hér veit ekkert um hvað ráðherrar hennar eru að tala. Hin norðurlöndin hlægja að uppákomunum hér heima varðandi tannheilsu barna. Vandamálið er nokkuð þekkt, lausninar kunnar en þá er um að gera að koma á einhverri vitleysu og klúðra málinu algjörlega. Þetta kemur ekki einu sinni tannlæknum illa, hafi það verið ósk ráðherrans. Þetta eru bara fávís viðbrögð örvilnaðra stjórnmálamanna. 

Kærar kveðjur

Sigurjón Benediktsson, 25.5.2011 kl. 21:35

7 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Það er líka fyrir neðan allar hellur að svona nauðsynleg þjónusta skuli kosta eins mikið og hún gerir í dag. Það er ekkert að þessu framtaki.

Charles Geir Marinó Stout, 25.5.2011 kl. 22:05

8 Smámynd: Adeline

Mér sýnist þið tannlæknar nú svekkjast - við það eitt  - að þurfa að taka þátt í samkeppni yfir höfuð.

Þegar fólk stundaði það hvað mest að fara til Austur Evrópu og láta gera við tennur sínar á viðráðanlegu verði, þá komu tannlæknar hér í útvarpið og kölluðu alla tannlækna í þeim löndum "skottutannlækna"...

Tek undir orð síðasta hér, -að ef þetta væri á mannsæmandi verði, myndi ekki vera þörf á þessu inngripi stjórnvalda.

Adeline, 26.5.2011 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband