Leita í fréttum mbl.is

Loksins segir einhver hverjar staðreyndirnar eru

Þakka lækninum Guðmundi Karli fyrir löngutímabært innlegg í stöðu heilbrigðismála. Sumir halda að okkar mesti skaði séu samfélög erlendis sem greiða mönnum eftir færni menntun og kunnáttu. Þeir hinir sömu telja allt alltaf best hér og ekki ástæða til að breyta því. Vonandi passa þessir 200 nýju starfsmenn í umhverfisgeiranum í læknasloppana, sem verða á lausu þegar læknarnir okkar fara. Fjármálahirðin fer ekki í slopp fyrir læknalaun. 

Eigum við ekki frekar að halda uppi merki almenns heilbrigðis og lífsgæða með góðri heilbrigðisþjónustu fyir alla. Við getum rifist um hitt


mbl.is Ný hlustpípa og hlaupaskór duga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

"Fjármálahirðin fer ekki í slopp fyrir læknalaun. " Mikið rétt Sigurjón, en læknar skipta gjarna við þá á launaumslögunum!

Eins og ung læknahjón sögðu við mig nýlega sorgmædd í bragði, "þetta land vill okkur lækna greinilega ekki, það hefur í staðinn valið stéttir í fjármálageiranum áfram á kostnað heilbrigðisstarfsfólks". Þau eru í þessum töluðu orðum að undirbúa flutning erlendis og landið um leið fátækara af tveim frábærum kollegum til viðbótar.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 17.10.2013 kl. 16:14

2 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Bara svo það sé á hreinu þá er ég alls ekki að reyna að kasta neinni rýrð á "fjármálahirðina", allt gott um það frábæra fólk að segja og launaumslögin þeirra einnig. En það er frekar öfugsnúinn forgangur að mánaðarlaun almenns læknis sé vart hálfdrættingur á við viðskiptamenntaða ríkisstarfsmenn, sem á hinn bóginn hafa aðeins helmings háskólanáms á bakvið sig. Þetta þýðir í raun að laun almennra lækna þarf að bæta svo um munar.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 17.10.2013 kl. 16:43

3 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Við skulum bara staldra við og hugsa vel og lengi: hvaða fólk fer? hversvegna fer þetta fólk? hverju getum við breytt til að halda fólki sem við megum ekki missa?

Sigurjón Benediktsson, 17.10.2013 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband