Leita í fréttum mbl.is

Frábær misskilningur !!!!

Að vonast eftir því að Íslendingar í atvinnuleit í Noregi komist í spor almennra hælisleitenda og annarra innflytjenda er undarleg nálgun þessara "vísinda". Enn er það svo, meira að segja í Noregi, að dugnaður og atorka er metin til góða. Að einhver háskólanemi á Íslandi geti fullyrt, með yfirlæti og hneykslun, að einhverjir Íslendingar "hagnist" á neyð annarra í Noregi er dæmi um "nám" og "vísindi"sem léttilega er hægt að spara þjóðinni.

Sem betur fer er sú smán og niðurlæging á undanhaldi að Íslendingar fari til annarra landa til að komast í félgsmálapakka annarra landa. Nóg er af sliku heima. Það eru ekki íslenskir atvinnuleitendur sem hafa skapað einhverja "jákvæða mismunun" heldur hugarfar og viðhorf í Noregi. Það er gott og vonandi gildir það sama heima.

Það er einfaldlega þannig að lífsviðhorf Íslendinga sem leggja á sig að vinna í öðru landi eru sérstök og engin undarleg  "rannsókn " breytir því. Aðrar þjóðir hafa önnur viðhorf, aðra lífssýn, það er gott. Mestu letihaugar og ómenni sem ég hef kynnst eru raunar Íslendingar . Sem betur fer haldast þeir nú heima á landinu sem skóp þá og eyðileggja ekki orðspor þeirra sem raunverulega þurfa og vilja vinna fyrir sínu.

En að þessi rannsókn sé á háskólastigi segir nú mikið um stöðu íslenska menntakerfisins.

 


mbl.is Íslendingar í forréttindastöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

Íslendingar eru ekki innflytjendur þegar þeir flytjast til Noregs. þeir falla ekki undir innflytjenda löggjöf Noregs.

The Critic, 3.11.2013 kl. 13:46

2 identicon

Mikil er hrokinn í þínum orðum " mestu leti haugar og ómenni sem ég hef kynnst eru raunar Íslendingar ". Orð þín dæma sig sjálf og þú ert ekki beint málefnalegur. Kannski ertu bara að tala um sveitunga þína á Húsavík ? ertu ekki með reynslu þína þaðan.

Pall Høskuldsson (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 14:10

3 identicon

Þar eð þú virðist vita eitthvað um Noreg, Sigurjón, þá finnst mér að þú gætir skrifað eitthvað um hvernig ástandið er fyrir þá Íslendinga, sem leita að vinnu í Noregi, hafa sæmilega menntun, sem þó er ekki alveg ný á nálinni og langa starfsreynslu, en eru ekki undir fimmtugu. Þ.m.t. fyrir mitt eigið viðkomandi.

.

Ég veit að "unga elítan" getur fengið vinnu strax, en fyrir þá sem vilja vinna, hvernig lítur það þá út ef þeir flytja út til Noregs og leita á náðir NAV til að sjá hvaða vinnu er að fá? Lenda þeir bara í samkeppni við Pólverjana um verkamanna- eða hreingerningardjobbin? Það er mjög takmarkað hvaða haldbærar upplýsingar maður fær, sem eru nothæfar, frá norrænum yfirvöldum. Mér fyndist í staðinn bezt að spyrja þá sem til þekkja. Þótt þú gefir í skyn, en með öðrum orðum, að lötu Íslendingarnir verði um kyrrt hér á landi, þá gildir ekki að allir þeir sem enn eru hérna séu latir. A -> B er ekki sama og B -> A. Margir vilja vinna og eru að reyna að flýja fátætina hér, en finnst vera mikil óvissa, ekki sízt vegna hárrar húsaleigu í Noregi.

.

Hins vegar er rétt, sem stendur í greininni, að meginþorri Íslendinga eru afkomendur skozku og írsku þrælanna sem norsku flóttamennirnir fluttu með sér. Á þetta var sýnt fyrir mörgum árum þegar fram fór mannfræðirannsókn og þá kom skaðræðisöskrið frá spældum would-be-vikings, sem héldu að þeir væru komnir af herraþjóðinni bæði í beinan karl- og kvenlegg, alveg án blöndunar.

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 14:35

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gamall samningur allra Norðurlandanna kveður á sameiginleg réttindi allra Norðurlandabúanna. Það er því rétt að við erum ekki taldir til innflytjenda því við höfum dvalarleyfi, ferðafrelsi og ýms félagsleg og mannréttindaleg réttindi. Við getum meira að segja öðlast kosningarétt sem innflytjendur fá ekki nema hafa fengið ríkisborgararétt.

Því miður bregður oft fyrir að sumir blaðamenn hafi kynnt sér illa forsendur og eru illa að sér. Því ætti það að vera þeim hvatning að gera betur og forðast kórvillur sem þessa.

Guðjón Sigþór Jensson, 3.11.2013 kl. 15:45

5 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

1." Hrokinn" er nú fógin í því að eðli máls samkvæmt þekki ég mest til Íslendinga og treysti mér því til að dæma um eigin þjóð. Margt ómennið og margan letingjann höfum við alið. Hef ekki kynnst jafn mörgum ómennum og letihaugum hér í Noregi, tímans vegna, en þeir finnast efalaust ef leitað er. Hef ekki áhuga á því máli.

2.Ég hef aðeins eina ráðleggingu. EKKI FARA TIL NOREGS ÁN ÞESS AÐ HAFA VINNUTILBOÐ. Farið á síður sem bjóða vinnu og ég hef ekki upplifað að aldur þess sem sækir um vinnu hafi nokkuð að segja. Reynsla er það sem vantar í Noregi. Ég er sjálfur fæddur 51 og gat valið um vinnu. Þú getur sent mér póst á skefill@gmail.com ef ég get aðstoðað.

3. Allt satt og rétt

Sigurjón Benediktsson, 3.11.2013 kl. 22:33

6 identicon

Takk fyrir það.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.11.2013 kl. 11:24

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

A tarna var skrýtin þula. Íslendingar hafa verið mjög dugleg að rífa sig upp úr að vera fátækasta þjóð Evrópu í byrjun 20. aldar í það að vera ein sú ríkasta. Hins vegar sitjum við uppi með handónýtan gjaldmiðil sem braskaranir vilja halda dauðahaldi í og koma í veg fyrir að við göngum í Evrópusambandið.

Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2013 kl. 15:08

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guðjón, hefur þér aldrei komið til hugar að það gæti verið = milli þess að íslendingar komust á nýju heimsmeti inn í 20. öldina samhliða því að taka upp gjaldmiðil sem þeir höfðu full yfirráð yfir?

Því þó svo menn segji að íslenska krónan hafi rírnað um 99.99999% miðað við þá dönsku, þá hvorki gekk né rak við að komast ínn í nútímann meðan sú danska var gjaldmiðill Íslands frekar en með forvera hennar, skandinavíska ríkisdalinn.

Magnús Sigurðsson, 4.11.2013 kl. 16:15

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eitt verð eg að minnast á: Frá því Landsbanka Íslands var komið á koppinn 1886 þá voru seðlaútgáfan í tengslum við hann bastarður. Miklar deilur urðu um þetta má sem landi okkar, Eiríkur Magnússon bókavörður í Cambridge vakti athygli á. Gagnrýni hans var kveðin niður af landshöfðingjaklíkunni og síðan höfum við setið uppi með handónýtan gjaldmiðil sem þó hefur verið mikil auðsuppspretta braskaranna á Íslandi. Sumir vilja meina að þeir stýri Framsóknarfloknum og kannski Sjálfstæðisflokknum líka. Ekki ætla eg að blanda mér meir í þau mál en sjálfsagt er að tengjast sem best almennilegum gjaldmiðli sem er betri en íslenska krónan.

Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2013 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband