Leita í fréttum mbl.is

Frábær fundur Norðlendinga í tilefni af fyrirhuguðum virkjunum og stóriðju

Það var sneisafullt á Gamla Bauk í gær. Þar hlustuðu menn á Örlyg Hnefil kynna fundinn og svo tók Þröstur Eysteinsson skógfræðingur við. Fyrirlestur hans um kolefnisbindingu í skógrækt og uppgræðslu var ekki bara fræðandi, hann var frábær. Það ER hægt að núllstilla alla mengun frá fyirhuguðu álveri við Bakka. Það kostar smáaura miðað við umfang og veltu virkjana og stóriðju á Norðurlandi eða frá 1100 krónum á hver framleitt áltonn og niður í 300 krónur á hvert framleitt áltonn á ári. Fer eftir landi og vali á plöntum. Þar er átt við að kaupa land, undirbúa girða, kaupa plöntur, vinna við gróðursetningu, allur pakkinn. Þegar það fæst milli 2000-3000 US$ fyrir hvert tonn af framleiddu áli þá sjá allir hvílík stóriðja er fólgin í því að snúa við dæminu í mengun. Og hagkvæmnin er mest fyrir þá sem eiga land. Og heiminn allan.

Til stóð að stofna leshring um heimsins vitlausustu grein Steingríms J í Skarpi en allir voru sammála að það væri ofrausn. Það ættu allir kjósendur að lesa þessa grein . Senda póst johannes@skarpur.is og biðja um greinina. Anton Benjamínsson framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri flutti flott erindi um mikilvægi þessarar atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi. Á fundinum var einnig Kristján Þór oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Hann hvatti menn til dáða og minnti okkur á að hér væri um hagsmunamál Norðlendinga allra að ræða. Hér var gaman, hér var fjör. Við látum ekki kúga okkur lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband