6.3.2007 | 13:57
Setjum bara (Steingrím)Joð á það!!!
Brot úr Steingrímsmessu hinni meiri. Þetta er stórkostleg lesning. ORÐRÉTT:
Eitthvað annað eru þá t.d. störf í opinberri þjónustu og allur fyrirsjánlegur og mögulegur vöxtur þar: -Heilbrigðisstofnun Þingeyinga -Framhaldsskólinn á Húsavík -Sýslumaður og lögregla -Þekkingarseturs Þingeyinga -Náttúrustofa Norðausturlands -Háskólasetur H.Í. á Húsavík -leik- tónlistar- og grunnskólar -félagsþjónusta -áhaldahús -bæjarskrifstofur -veitustarfsemi sveitarfélagsins, raforkuframleiðsla úr afgangsgufu frá hitaveitu og tengd sorpbrennsla eru allt góð dæmi um umsvif sem eru "eitthvað annað" *"Eitthvað annað" er þjónusta á vegum einkaaðila: -bankar -verslanir -iðn- og handverksþjónusta -byggingarstarfsemi, viðhald, viðgerðir, verkstæðisrekstur.
Eitthvað annað er ferðaþjónusta, mesta vaxtargrein íslensks atvinnulífs sl. 30 ár: -hvalaskoðun -hvalamiðstöð og söfn -veitinga- og gististaðir -bílaleiga, rútuútgerð, bílstjórar, leiðsögumenn, landverðir og hvers kyns afþreying *Garðarsstofa á Húsavík er "eitthvað annað" Eitthvað annað eru matvælavinnslu- og iðnfyrirtækin í gömlu mjólkurstöðinni. *"Eitthvað annað" er Norðlenska saltfiskverkun, hausaþurrkun og önnur umsvif GPG, landvinnsla Vísis, útgerð báta og skipa......lífrænar gulrætur í Öxarfirði og kryddjurtir og te í Aðaldal eru "eitthvað annað" .....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurjón. Það er nú "eitthvað annað" að sitja hér úti á Noregi og horfa upp á Ísland, sem oft virðist eins og skopparakringla með miðjuna á Austurvelli en sem virkar auðvitað öfugt við öll lögmál og þeytir fólki og fé, völdum og ráðum innávið. Hér áðurfyrr, á meðan ég dvaldi fyrir austan, þar sem nú heitir Fjarðabyggð og þar sem skelfilegt eiturspúandi skrímsli hefur fæðst, fengum við alloft fréttir frá kaffihúsafólkinu, sem lýsti áhyggjum sínum yfir öllu þessu umstangi "þarna fyrir austan" og hroðalegri aðför að móðir náttúru. Þá var líka mikið talað um eitthvað annað. Einhverju sinni, á dögum Ásgeirs Magnússonar í bæjarstórastóli, var efnt til baráttufundar sem við kölluðum "valdið heim" eða eitthvað í þá áttina. Það var og er ekkert samræmi á milli þeirra verðmæta sem sköpuð voru í sjálvarplássunum og möguleikum þeirra til að ráðstafa eða ráða yfir verðmætunum. Allt slíkt fór fram og fer fram á malbikinu kringum Austurvöll. Við lékum okkur að þeirri hugmynd að fyrst fengjum við allan afraksturinn og svo greiddum við tilhlýðilegar upphæðir suður á bóginn til þess að miðstjórnarvaldið geti virkað. Þá ættum við eftir nægjanlegt fjármagn til þess að styrkja innviðina og byggja nýtt og fyrirbyggja flóttann.
Kaffihúsafólkið líkar ekki svona lagað enda hefur það aldrei skipt sér að því að búið er að eyðileggja risastór svæði neðansjávar, storka fiskistofnum hvað eftir annað, ofveiða síldina o.s.frv.
Ég hef heldur aldrei heyrt fólk tala um álver og virkjanir eins og trúarbrögð enda þótt það sé hlynnt byggingu álvera og virkjana og heldur ekki að þetta sé eina úrlausnin. Aftur á móti hef ég greinilega heyrt að þetta er það eina sem er í boði og "eitthvað annað" er annaðhvort þegar komið (upptalning Steingríms) eða þá að það bara finnst ekki nema með ærnum tilkostnaði, sem hin valdalausa landsbyggð ræður ekki við.
Það væri kanski lausn að gera Ísland allt að "þjóðgarði". Þar væri til sýnis ósnert náttúra og náttúruleg eintök þjóðflokksins. Auðvitað væri ekki hægt að hleypa taumlaust túristum inn til að skoða svo takmarka þarf fjöldann við útvalda vísindamenn, sem vo miðla þessu áfram. Það mætti svo sem sýna eitthvað með nýrri tækni á netinu a.la. Big Brother!
Þau hin sem ekki teljast náttúruleg eintök fá tækifæri til þess að búa um sig t.d. á Jótlandsheiðum, þar sem atvinnulíf hefur rifið sig upp úr algerri lágdeyðu í eitt af framsæknustu atvinnusvæðum Evrópu.
Þetta er orðið of langt og best að hætta. En Sigurjón er ekki einmitt þetta verkefni Garðarshólma? Sagan, maðurinn, náttúran/umhverfið - samspilið og það hvernig maður og náttúra hafa búið saman og geta búið saman - líka í tæknivæddu nútíma samfélgi (ekki bara þjóðgörðum).
Bestu kveðjur
Albert Einarsson
Noregi
albert@granveien19.no
Albert Einarsson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.