Leita í fréttum mbl.is

Mega stjórnmál ekki vera skemmtileg?

Nú er ég kominn í prófkjör og ætla að hafa gaman af. En það er ekki auðvelt. Ég setti auglýsingu í Austurlandið sem er hér til hliðar..Austurlandið

Brá svo við að ég fékk hringingu frá einum kjósanda í kjördæminu sem tjáði mér ábúðarfullur að framboð væri sko ekkert grín, spurði hvort mér væri nokkur alvara með framboði mínu. Þessi auglýsing væri skemmtiatriði. Væri flokkurinn kannske búinn að skipta út fálkanum fyir hreindýr? Ég svaraði að bragði að mitt framboð væri ekki grín en ég ætlaði að hafa af framboði mínu nokkra gleði og skemmtan. Bauð honum í flokkinn, við daufar undirtektir. Sagði manninum að þeir sem væru á auglýsingunni væru báðir ánægðir ef einhver hefði gaman af uppátækinu. En það væri munur á því að vera fyndinn eða hlægilegur. Eitthvað tók maðurinn það til sín. Lauk samtali okkar skömmu síðar. 

Undirbúningur prófkjörs Ég setti mér það mark að heimsækja alla þéttbýlisstaði í kjördæminu. Það hef ég nú gert og auðvitað var þetta skemmtilegt og fullt af skemmtilegu fólki hitti ég sem fannst allt í lagi að stjórnmál væru skemmtilegEkki er allt í dýrðinni, alltaf, hjá öllum. En það ætti að vera hverjum manni ljóst, að þau tækifæri sem nú gefast í kjördæminu til betra mannlífs eru einstök og stórkostleg. En kjördæmið er engin smásmíði og það sem stjórnmálamenn eiga að gera, auk þess að  reyna að vera skemmtilegir, er að vinna að bættum samgöngum. Og það ætla ég að gera.

Og stjórnmál eru skemmtileg!Þegar er ég hafði tilkynnt framboð mitt, streymdu til mín hringingar og tölvupóstar frá fólki sem var bara ánægt með að ég skyldi gefa kost á mér. Mér er það ljóst að ég er ekki allra, það breytist ekki þó prófkjör fari fram. En ég berst fyrir þeim málum er ég tek að mér. Og það ætti að vera flestum ljóst af áratuga stjórnmálaafskiptum fyrir hvað ég stend. Því leita ég stuðnings í þessu prófkjöri. Því miður fékk Örlygur Hnefill ekki brautargengi í sínu prófkjöri. Er hann þó skemmtilegur maður. Ég er til.Sigurjón Benediktssonhttp://www.sigurjonben.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband