Leita í fréttum mbl.is

Boðið í umhverfismat - mbl 09.09.1994

Morgunblaðið

Föstudaginn 9. september, 1994 - Aðsent efni Boðið í umhverfismat: varist eftirköst Miðstýring umhverfismála fer vaxandi, 

Boðið í umhverfismat: varist eftirköst Miðstýring umhverfismála fer vaxandi, segir Sigurjón Benediktsson, sem staðhæfir, að hún sé dæmd til að mistakast. ER ráðherra umhverismála ákvað að uppgræðsla Hólasands skyldi fara í mat á umhverfisáhrifum, steig hann stórt skref. Því miður var skrefið í öfuga átt. Ef ákvörðun hans stenst lög (sem er vafasamt) er lokið þeim kafla í uppgræðslu og landverndarmálum sem áhugamenn hafa sinnt. Engum áhugamanni kemur til hugar að leggja út í arg og þvarg við neikvæðar ríkisstofnanir um áhugamál sín. Áhugamenn finna sér einhvern annan vettvang.

 

Áhugamenn um uppgræðslu Hólasands leita ekki eftir fé úr ríkissjóði til verkefnisins. Framsýn fyrirtæki, eins og Hagkaup og Íslandsbanki, eru tilbúin til að leggja af mörkum fé til þeirrar uppgræðslu. Uppgræðsla Hólasands er því kærkomin viðbót við magurt framlag hins opinbera til landgræðslu.

 

Uppgræðsla Hólasands: ný viðhorf, nýjar aðferðir

 

Við uppgræðslu Hólasands á að nýta nýjar hugmyndir, nýja tækni. Hólasandur er allur 140 km og véltækur að mestu. Samkvæmt áætlun Landgræðslu ríkisins mun það kosta 100 milljónir á tíu árum að gera núverandi eyðimörk að sjálfbæru gróðurlendi. Til þess verða notaðar eftirtaldar aðferðir:

 

- raðsáning lúpínu,

 

- áburðar- og frædreifing í jaðra sandsins,

 

- gerð gróðureyja með birki og víði, sem mynda framtíðarfræbanka fyrir svæðið,

 

- dreifing húsdýraáburðar og fiskiúrgangs, blönduðu fræjum landgræðslu- og skógræktarjurta.

 

Hvað er að gerast?

 

Náttúruverndarráð hótar lögsókn vegna þessarar uppgræðslu Hólasands. Þegar það á sér enga lagastoð leitar ráðið hófanna um umhverfismat. Og hvar var stuðning við slíkt að finna? Jú, auðvitað hjá systurstofnun Náttúruverndarráðs, Skipulagi ríkisins og svo svörtu náttúruverndinni. Þessar stofnanir eru ávallt tilbúnar að láta í veðri vaka að engir aðrir en þeir, hafi neitt "vit" á umhverfismálum.

 

Lítum aðeins á hvað Náttúruverndarráð og Sandvernd hafa gert fyrir uppblásið Ísland. Nákvæmlega ekkert. Ekki hafa þessi apparöt farið fram á umhverfismat á þeirri gífurlegu eyðileggingu sem rok og fjúk sands og moldar veldur á gjóskusvæðum landsins? Ekki hefur Náttúruverndarráð séð annað til jarðbóta, en að rífa upp víði í Ásbyrgi, saga tré á Þingvöllum, slá lúpínu í Skaftafelli og banna landgræðslu í Jökulsárgljúfrum. Áhugamenn um landgræðslu og stuðningshópar þeirra hafa gert það sem gera þarf og það án umhverfismats.

 

Umhverfismál heim í hérað

 

Sveitarstjórnir ættu að fylgjast grannt með, hvað hér er að gerast. Miðstýring umhverfismála fer vaxandi í orðsins fyllstu merkingu. Viðkvæm tengsl umhverfis og ferðamennsku krefjast þess að þeir, sem eru þolendur og gerendur, ráði mestu um framgang mála á þessum sviðum. Þeir, sem þurfa að lifa af og með eyðimörkunum, eru best til þess fallnir að segja til um hvernig endurheimt landgæða hentar í jafnvægi náttúru og mannlífs á hverjum stað. Miðstýrð umhverfisvernd er dæmd til að mistakast. Hún er dauðadæmd.

 

 

Höfundur er tannlæknir á Húsavík.

 

Sigurjón Benediktsson


Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband