Leita í fréttum mbl.is

Um náttúru og náttúruleysi - mbl 23.08.1996

Föstudaginn 23. ágúst, 1996 - Aðsent efni Um náttúru og náttúruleysi Um náttúru  og náttúruleysi 

Álit ríkisstofnana, segir Sigurjón Benediktsson, virðist háð undarlegri sjálfvirkni.

 

NÁTTÚRULEYSI er ein afleiðing nútímalifnaðarhátta. Bæði kemur slíkt fram í fækkun fæðinga og svo tilfinningasljóleika sem elur af sér félagsleg vandamál. Hin hliðin á náttúruleysi kemur fram er mannskepnan tapar tengslum sínum við móður jörð, maðurinn afneitar náttúrunni. Líf án náttúru er ekkert líf og ekki einu sinni mögulegt.

 

Eru lög og reglur náttúruvæn?

 

Líklega er það þessvegna sem mannfólkið býr til ráð eins og náttúruverndarráð og umhverfisráð og fleira í þeim dúr. Lög og reglugerðir eru sett til að vernda náttúruna, hafa fyrir okkur vit. Svo er um lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 63/1993. Þau lög voru sett til að koma í veg fyrir spjöll á náttúrunni, eða eins og stendur í greinargerð "koma í veg fyrir stórskaða á umhverfi og náttúru af völdum framkvæmda . . . eins og til dæmis kjarnorkuvá".!!!

 

Nú ber svo við að þessi lög eru notuð til að koma í veg fyrir að maðurinn geti lagt sinn skerf til endurheimtar eðlilegra landgæða. Þessi lög eru notuð til að koma í veg fyrir að áhugahópar með aðstoð Landgræðslunnar geti komið á eðlilegu gróðurástandi, snúið jarðvegstapi í gróðursókn, á 130 ferkílómetra manngerðri eyðimörk á Hólasandi.

 

Er náttúrunni best borgið með ríkisforsjá?

 

Forystuöfl náttúruleysis landsins, náttúruverndarráð og Skipulag ríkisins, hafa miklar áhyggjur af því að "ásýnd landsins muni breytast við landgræðsluaðgerðir" og því aðeins hægt að samþykkja uppgræðsluna með þvílíkum skilyrðum að undrun vekur. Að svartur sandurinn víki fyrir gróðurþekju veldur þessum aðilum áhyggjum!

 

Það sem veldur mér áhyggjum er hvernig hægt er að komast að slíkri niðurstöðu. Álit ríkisstofnana virðist vera háð einhverri undarlegri sjálfvirkni. Náttúrusnautt ríkisbáknið leitar álits hjá sjálfu sér til að sannfæra sig um ágæti ákvarðana sinna. Skipulag ríkisins leitar til Hollustuverndar ríkisins, Þjóðminjasafns Íslands, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, náttúruverndarráðs, sveitarstjórna og fleiri slíkra aðila. Allir jamma og japla á pappírsfjallinu sem orðið er til vegna kröfu náttúru"verndar" ráðs um mat á umhverfisáhrifum náttúrulegrar uppgræðslu á Hólasandi. Og senda síðan reikning!

 

Erum við öll náttúrulaus?

 

Hvað um álit Umhverfissjóðs verslunarinnar, Hagkaups, Íslandsbanka, Húsgulls, bakarísins Kringlunnar og miklu miklu fleiri sem hafa stutt þessa uppgræðslu með tugum milljóna króna og vinnuframlagi? Hvað með álit þitt?

 

Höfundur er tannlæknir á Húsavík og stuðningsmaður Húsgulls.

 

Sigurjón Benediktsson


Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband