Sigurjón Benediktsson
HVÍLÍK ánægja gagntók mig þegar ég fann loks vin og baráttufélaga í flugvallarmálinu svokallaða. Engan annan en borgarstjórann í Reykjavík! Hún skilur svo vel sálarkreppu sveitafólksins. Hún skilur, að sá sem er á faraldsfæti kærir sig ekki um að flengjast í bruðlferðum um borgina hennar og þvælast fyrir borgarbúum að óþörfu.
Reykjavík fyrir Reykvíkinga. Það líkar mér.
Beint út í buskann
Það er mjög aðlaðandi, að komast beint í mörg erlend sæluríki og á marga íslenska sælustaði frá einum og sama flugvellinum, Keflavíkurflugvelli.
Það er einmitt mikið fjárhagslegt atriði fyrir sveitirnar, að gestir okkar komist beint á fallegustu staðina. Áður en þeir eru búnir að eyða fé sínu og misnota tíma sinn, í enn einni borginni sem þarf að millilenda í, Reykjavík. Nóg er til af slíkum borgum.
Ferðalangar munu taka því með fögnuði, að lenda á alvöruflugvelli í Keflavík og geta farið beint þaðan, út í þessa miklu náttúru, sem borgarbúar eru jú sífellt að vernda og verja, af því að hún er það besta sem Ísland á. Þetta hafa margir borgarbúar nú loksins skilið, enda vilja menn hafa sína borg fyrir sig.
Alveg óþarfi er líka að fylla borgina af einhverju utanbæjarliði, sem gerir ekkert nema auka á mengunina í borginni, trufla umferð og offita endurnar á Tjörninni.
Suss, suss, borgin sefur
Þessi gamli herflugvöllur í Vatnsmýrinni er sem betur fer alltaf lokaður á nóttunni (milli 23.30 og sjö á morgnana má ekki lenda á vellinum) svo borgarbúar geta sofið vært úr sér vímuna án truflana frá vélarhljóðum.
Þetta er svo friðsælt. Líka er rétt að fuglarnir í Vatnsmýrinni fái frið og ró. Umhverfisverndarfíklarnir geta nú líka farið og friðað allt heila klabbið og völlinn með. Það er nú menningarlandslag í lagi.
Keflavík, nú komum við!
Hittumst því kát í Keflavík og ferðumst um landið, um öll þau vegagöng og brýr sem hægt er að byggja fyrir fé það, sem fæst fyrir Vatnsmýrina.
Náttúrufræðingarnir eru hvort eð er búnir að hrekja endurnar í burtu með byggingu glerhallar sinnar í mýri þessari. Nákvæmlega jafnmargar og Davíð hrakti af Tjörninni með byggingu ráðhússins á sínum tíma. Eða er það ekki?
Höfundur er tannlæknir á Húsavík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.11.2006 | 22:00 | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar