UPP Á síðkastið hefur runnið upp fyrir landslýð að allt er í rusli í Reykjavík. Ekki hefur linnt löngum grátgreinum um vandræði Reykvíkinga og raunir þeirra eru svo óskaplegar, að gamla landsbyggðarvælið hljómar sem vinalegt barnahjal í sanngjörnum samanburði.
Reykjavíkurvælið Af sprungum og skælum
Meðan vælukór Reykjavíkur grætur út styrki og er sammála um vesöld Reykjavíkur, telur Sigurjón Benediktsson ekki tilefni fyrir aðra að kvarta.
UPP Á síðkastið hefur runnið upp fyrir landslýð að allt er í rusli í Reykjavík. Ekki hefur linnt löngum grátgreinum um vandræði Reykvíkinga og raunir þeirra eru svo óskaplegar, að gamla landsbyggðarvælið hljómar sem vinalegt barnahjal í sanngjörnum samanburði.
Speki um sprungur
Vart hafði maður þerrað tárin eftir tvær sorglegar sjónvarpslýsingar á sprungu nokkurri í Borgarspítalanum, að sama sprungan var sýnd aftur og aftur á einhverri annarri sjónvarpsrás, með sama gamla góða grátkórinn til taks. Úrvinda eftir heimsóknir fréttamanna í sprungu Borgarspítalans, birtust síðan pattaralegir stjórnendur spítalans og sögðu okkur að þeir yrðu að fá 300500 milljónir til að loka sprungunni títtnefndu. Allt bendir nú til þess að framkvæmdavaldið sannfæri löggjafarvaldið um að bráðnauðsynlegt sé að loka nokkrum ómerkilegum sjúkrastofnunum og íþyngjandi skólum úti á landi til að reiða fram þessa aura. Verst, að ekki sé hægt að flytja sprunguna uppí Templarahöll þar sem stjórnendur ríkisspítala stjórna á mörgum hæðum, hún kæmi sér vel þegar kæmi að því að sannfæra almenning um viðhaldsþörfina þar.
Þingkonur þinga
Vegna vanda spítala í Reykjavík settust tvær þingkonur við ríkisstyrktan hljóðnema í útvarpi og voru sammála um að búið væri að bruðla svo mikið "úti á landi" að nú væri kominn tími til að Reykvíkingar fengju einhverja lækna- og spítalaþjónustu. Voru þingkonurnar á einu máli um, að eitthvað ægilegt myndi gerast ef ekki yrði brugðist skjótt við. Helst þyrfti að loka öllum sjúkrahúsum úti á landi í hvelli, nema kannske á Akureyri, enda þar góð bakrödd í reykvíska vælukórinn.
Þetta ægilega sem gæti gerst ef ...
Ógnin sem batt þingkonurnar réttsýnu svo stíft saman var fólgin í því að einhverjum dytti í hug að Reykjavík væri ekki Paradís og félli í þá gryfju að flytja eitthvað annað en til Reykavíkur! Stjórnmálamenn þjóðarinnar líta á það sem mestu ógn aldarinnar að samkeppni komi frá útlöndum um búsetu. Það væri svo óskaplega slæmt að vera í jaðarbyggð. Það væri bara ekki mönnum bjóðandi að eiga heima í jaðarbyggðinni Reykjavík og þurfa að standa í samkeppni við útlönd.
Lítið ráð
Niðurstaðan af því að hlusta á Reykjavíkurvælið er sú, að enginn ætti að flytja á hið ægilega jaðarsvæði, Reykjavík. Þar er allt í steik. Sprungnir spítalar, þunglyndar þingkonur og vonlaus samkeppni við útlönd. Engir almennilegir læknar, slappir stjórnendur og sjúkt samfélag.
Meðan vælukór Reykjavíkur grætur út styrk til samgöngubóta milli Reykjavíkur og Seltjarnarness, meðan skælt er yfir sprungum Borgarspítalans, meðan hálfur þingheimur og allir borgarfulltrúar eru sammála um vesöld Reykjavíkur, þá er ekki tilefni fyrir aðra að kvarta.
Höfundur er tannlæknir á Húsavík.
Sigurjón Benediktsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.11.2006 | 22:03 | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar