Halda mætti, segir Sigurjón Benediktsson, að allt sé óþarfa ferðaflangs sem felur í sér för útfyrir Elliðaár. Það sé bara frí, að komast út fyrir "bæinn".
Sigurjón Benediktsson
MIKIÐ ber á undarlegum þótta í garð notkunar flugvélar Flugmálastjórnar í þágu almennings. Er sú umræða á skjön við raunveruleikann, eins og svo oft vill verða í hita og þunga dagsins.
Til hvers eru menn að ferðast?
Halda mætti að allt sé óþarfa ferðaflangs sem felur í sér för útfyrir Elliðaár. Það sé bara frí, að komast út fyrir "bæinn". Þegar upp fyrir Ártúnsbrekku sé komið, sé allt erfiði að baki, allri vinnu lokið, og galtóm, félaus, fátæk mannlaus byggðin utan Elliðaáa sé til þess eins að létta þreyttum heila borgarbúans lífið.
Sérstaklega virðist þetta álit eiga við þingmenn, ráðherra og aðra sem valið hafa sér opinberan starfa. Eða verið til þess kvaddir af kjósendum.
Hið rétta er, að það er mikill hvalreki á fjörur fólks, að þessir gestir komi og kynni sér málefni líðandi stundar, augliti til auglits, en ekki einungis gegnum augu og eyru misjafnlega innréttaðra fjölmiðla.
Er allt óþarfi?
Finnist mönnum það ofrausn, að stundum (raunar alltof sjaldan) birtist fulltrúar valds framkvæmda og löggjafar á stöðum þar sem ákvarðanir þeirra brenna á, þá eru menn á villigötum.
Það er miklu ódýrara að aðilar hittist og ræði málin á staðnum, fremur en að heil sveitarstjórn, heilt félag eða haugur einstaklinga leggi sama land undir flugfótinn.
Notkun flugvélar Flugmálastjórnar í almenningsþágu er nauðsynlegur þáttur í tengslum landsmanna hvers við annan.
Eiga menn að fá sektarkennd?
Ég vona að þingmenn, ráðherrar og embættismenn ríkisins fái nú sektarkennd yfir einhverju öðru en þeim sjálfsagða hlut að ferðast ódýrt til þeirra sem færa þeim umboð sitt reglulega. Ef ekki, þá er lítið með liðið að gera.
Höfundur er tannlæknir á HúsavíkFlokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.11.2006 | 22:05 | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar