Morgunblaðið
Laugardaginn 20. mars, 2004 - Aðsent efni
Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? Forstjórinn er kominn á þá hæpnu slóð að etja einni atvinnugrein gegn annarri. Sigurjón Benediktsson DÆMISAGA af henni Diffu minni.
Tíkin mín gaut hvolpum nýverið. Einn hvolpanna, lítil tík, lipur, veitti mér væntumþykju mikla. Flaðraði hún upp um mig og fagnaði, hvenær er ég nálgaðist. Lauk þeim blíðuhótum svo, að ég ók yfir löppina á greyinu. Linnti þá fleðulátum hennar, að sinni.
Fróðleikur um reikningsskil
Baráttumaður fyrir hvalveiðum hefur farið vel yfir reikningsskil hvalaskoðunarfyrirtækja og gert grín að rekstri þeirra og uppbyggingu, eins og allri þjónustu við ferðamenn. Lítt ræddi hann veiðar á hval, og minna um vinnslu og ekkert um sölu á afurðum hvala. Þó upplýsti hann, að munnvatn Japana streymdi stríðum straumum, við það eitt, að heyra nafn baráttufrækins forstjórans.
Gróðavænleg atvinnugrein?
Völd Hvalaforstjórans standa víða. Bankinn hans (bullandi samráð) lánar hvalaskoðunarfyritækjunum, olíufélagið hans (stjórnar- og samráðsformaður) selur þeim eldsneyti, tryggingafélagið hans (líka í bullandi samráði) tryggir öll ósköpin. Aumingja hvalaskoðunin tekur þannig þátt í því að tryggja fjárhagslega afkomu hvalarans. Skrítin er hún veröld!
Helst er á hvalaranum sjá og heyra, að heljargróða megi fá út úr hvalveiðum. Fjárhagsumsvif forstjórans benda einmitt til þess að gróðavænlegt sé að binda skip við bryggju. Vitleysingarnir sem eru að berjast að halda út hvalaskoðun ættu að binda skip sín hið snarasta og hirða síðan gróða sinn, þegar hvalveiðar forstjórans hafa gert út af við hvalskoðunina. Það verða drjúgar auðlindabætur, sem þar verður að fá.
Við skemmtilestur á ársreikningum Hvals hf. fyrir árið 2002 kemur þó í ljós, að fyrirtækið er hætt að græða! Tapið er 268 milljónir!! Tvöhundruðsextíuogátta millur!! Þrefalt tap allra hvalaskoðunarfyrirtækjanna á fimm árum! Þrátt fyrir opinbera styrki til Hvals hf. í gjafakvóta, eftirgjöf hafnargjalda, í sjómannaafslætti og ýmsum ívilnunum, þá er skuldaaukning sl. fimm ára 300 milljónir. Samtals eru skuldir í stórgróðahvalveiðifyrirtækinu, Hvalur hf, eittþúsundogeitthundraðmilljónir króna!
Hvert erum við að fara?
Hvalur hf. er eigandi fjögurra hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn. Markmið forstjóra þess er að hefja aftur hvalveiðar. Til að minnka áhrif hvalastofna, td. hrefnu, á fiskistofna þarf að drepa amk. 15.000 dýr við Ísland. Forstjórinn er tilbúinn til þess. Hann ætlar sjálfum sér 2-3% af útflutningstekjum fyrir viðvikið. En hver ætlar að greiða kostnaðinn af þessum útrýmingarhernaði? Litla 2-3 milljarða! Útgerðin? Þú og ég? Hafró?
En líklega er þetta kröfugerð hans vegna friðunar hvalastofna. Forstjórinn er kominn á þá hæpnu slóð að etja einni atvinnugrein gegn annarri. Þeim leik lýkur ekki við endalok hvalaskoðunar. Þegar ferðaþjónustan hefur verið svert í svaðið, verður einhver annar fyrir forstjóranum.
Hvað segir dæmisagan um Diffu litlu okkur?
Jú, hún segir okkur að vera ekki að flaðra upp um þá, sem aka stórum dýrum tækjum sem þeir ráða ekki við.
Þeir aka aðeins á okkur og yfir, skaða okkur og meiða.
Sigurjón Benediktsson skrifar um hvalveiðar og hvalaskoðun
Höfundur er tannlæknir á Húsavík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.11.2006 | 22:05 (breytt kl. 22:11) | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar