Leita í fréttum mbl.is

Kosningaferð hin fyrri

Ferð okkar (kosningastjórans og mín) til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar,
Dalvíkur, Árskógsstrandar og Hauganess var ekki síður ánægjuleg en
ferðin austur. Væntingar íbúa til ganganna eru miklar enda verður til
einhver skemmtilegasta hringleið norðan Alpafjalla auk atvinnutengingar
þessara staða við utanverðan Eyjafjörð. Hinir skemmtilegu miðbæir á
Ólafsfirði og Siglufirði með sínum litlu sérverslunum og fallegu húsum
eru einstakir og vonandi bera íbúar og skipulagsyfirvöld gæfu til að
halda sérkennum bæjanna.
Enn einu sinni kemur skemmtilega á óvart hversu Halldór Blöndal hefur
séð lengra en margir aðrir þegar hann dró vagn þessara gangna. Þessar
byggðir þurfa framhaldsskóla þó ekki væri út af öðru en að unglingar
verða ekki sjálfráða fyrr en við 18 ára aldur og allir sem njóta þess
að hafa framhaldsskóla í sínu byggðarlagi verða að skilja þessar óskir
íbúanna.
Eins og annarsstaðar eru það samgöngur sem breyta mestu um lífsgæði
íbúa út með Eyjafirði. Okkur var vel tekið og sérstaklega var gaman að
spila vist (ekki framsóknarvist þó) á Allanum á Sigló.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband