Leita í fréttum mbl.is

Og áfram heldur kosningaferðalagið.

Lagði land undir hjól snemma. Fór inn í Reykjahverfi sem er nú hluti
nýja sveitarfélagsins Norðurþing. Kýrnar í Víðiholti tóku mér fagnandi.
Ekki misheyrðist mér er þær bauluðu á Samfylkinguna og bauð ég Jóni
bónda að skrá þær allar í flokkinn. Þær eru flestar hjálmóttar og
eitthvað dyntóttar svo ekki fer á milli mála hverjar þær eru, og hvern
þær styðja. Ræddum um landbúnað og horfur. Íslenskur landbúnaður á sér
vissulega framtíð en ekki á einhverjum samkeppnismarkaði ríkra sænskra
bænda sem gera út landbúnað sinn í Eystrasaltslöndunum.
Hjarðsauðfjárbúskapur okkar er tímaskekkja og nauðsynlegt er að
eigendur hugsi um sínar jarðir. Eyðibyggð er ömurleg. Þvílíkur
dugnaður. Fjörutíu flokksbundnar mjókurkýr.
Fór um dali og tefldi við, næstum því fulltrúa páfa í héraðinu, séra
Þorgrím á Grenjaðarstað, vann vegna afleiks prests í erfiðu miðtafli og
þótti mér það miður. Var það engin kurteisi af mér að vinna tilvonandi
atkvæði svona og lofa ég bót og betrun næst er við teflum skák saman.
Kom við á nokkrum bæjum. Hélt svo sem leið liggur um Ljósavatnsskarð,
kom m.a. við á Stóru-Tjörn (eins og Ólafur skólastjóri vill kalla
staðinn, minnir mig) og varð lítt ágengt.
Fór til starfsbræðra minna og systra á Akureyri og endaði daginn með
heimsókn á kosningskrifstofur keppinauta minna. Skelfing var ég glaður
að þurfa ekki að opna kosningaskrifstofu en góður var allur
viðurgjörningur og mikið fjör á skrifstofunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband