Leita í fréttum mbl.is

Hvernig á að vinna prófkjör?

Nú styttist í prófkjörið þann 25. nóvember. Í morgun fékk ég vefpóst frá skrifstofu flokksins um að 142 væru nýir á skrá í kjördæminu. Það er í sjálfu sér ágætt en það vinnur enginn þetta prófkjör á þeim atkvæðum einum saman. Ég og mínir stuðningsmenn tókum þá ákvörðun að fara ekki ofan í flokkskrár félaganna í kjördæminu. Sjálfsagt er auðvitað, að þeir sem bjóða sig fram eigi þess kost að vita hverjir eru væntanlegir kjósendur, en við mátum meira að komast á alla staði og hitta fólk hvort sem það er í flokknum eða ekki. Ekki sést utan á fólki í hvað stjórnmálaflokki viðkomandi er. Innskráning þúsunda í flokkinn rétt fyrir prófkjör er samt aðeins verð íhugunar. Það er ekkert sem bannar kjósendum að vera í tveimur stjórnmálaflokkum, jafnvel fleirum. Það er raunar réttur hvers og eins að vera í hvaða félagi sem honum sýnist og taka þátt í störfum þess, eins og t.d. prófkjöri. Vei þeim sem reyndi að koma í veg fyrir slíkt. Það kallaði á samkeyrslu skráa flokkanna, sem verður vonandi aldrei leyfilegt. Í þessu sambandi hef ég velt því fyrir mér hvort ekki sé eðlilegt að geta verið í tveimur trúfélögum samtímis, jafnvel fleirum. Séra Þorgrímur á Grenjaðarstað sagði strax nei. En myndi það ekki auka þekkingu og víðsýni?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband