28.8.2008 | 08:58
Ef Guðni hefur nú rétt fyrir sér......
Formaður Framsóknarflokksins var með stóran og skemmtilegan fund á Húsavík í gærkvöldi. Vart er fundi lokið er upp rísa menn sem voru víðs fjarri, við opinber skifborð, á fullum launum, fullir af hatri og öfund. Þykjast af visku sinni geta sagt eitthvað um þessi mál sem þeir hafa á engan hátt nennt að kynna sér.
Meginniðurstaða úrskurðar umhverfisráðherra er að ekki sé hægt að fara í heildstætt umhverfismat nema að loknum miklum rannsóknum og kynningu. Jafnframt er í úrskurðinum algjörlega lagt bann við því að fara í nauðsynlegar rannsóknir!!! "Heilstæða" umhverfismat ráðherrans nær yfir fjórar framkvæmdir af átta!!! Skipulagsstofnun var á allt öðru máli. En þar eru nú allt í einu, að áliti umhverfismafíunnar, tómir aular.
Við þökkum Guðna fyrir góðan stuðning við atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Stuðning við nýtingu umhverfisvænnar orku. Hinir sem eru uppfullir af álversbulli og snobbsjúkdómum í umhverfisvernd geta svo haldið áfram í "vinnunni" og bloggað stíft gegn atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi og stutt ráðherra umhverfismála í aðför sinni að lífsviðurværi fólks. Að vísu aðeins ef það er nógu langt frá 101 Reykjavík.
Kreppa af völdum ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi, ekki þetta 101 bull aftur. Færslan þín missti allt vægi á lokasprettinum.
Villi Asgeirsson, 28.8.2008 kl. 09:45
Sigurjón... þetta er ótrúleg lesning... þú ert að þakka Framsóknarmanni og síðan Framsóknarflokki sem hefur verið í ríkisstjórn í 12 ár samfleytt og við völd 3/4 af síðustu öld. Engir bera meiri ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir á landsbyggðinni...
Ertu kannski að þakka Guðna tómlæti og aumingjagang í atvinnumálum á landsbyggðinni síðustu áratugi....halló
Mér sýnist að þú sért haldinn sömu ranghugmyndum og minnisglöpum og Guðni beljuhrellir
Og svo veistu vel að allir nema Vinstri grænir styðja atvinnuuppbyggingu á Bakka ... svo máttu þakka samgönguráðherra Samfylkingarinnar að Vaðlaheiðargöngum var komið á kopinn strax. Það hafði staði þversum í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki í áratug og ekkert að gerast
Jón Ingi Cæsarsson, 28.8.2008 kl. 12:52
Ég veit að Guðni er stórskemmtilegur en atvinnuástand á svæðinu er ekki gamanmál. Mér finnst full stóryrt að kenna einum ráðherra um kreppu. Eru menn sannfærðir um að umhverfismatið fresti framkvæmdum?
p.s. er í 603 .
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.