Leita í fréttum mbl.is

Alcoa er ekki að virkja neitt...

Það er greinilegt að umhverfiselítan ætlar að reyna að stöðva atvinnuuppbygginguna á Norðurlandi. Til þess eru eins og áður notuð ríkisapparötin sem hlýða umhverfis- og iðnaðarráðherra í einu og öllu.
Það eru Landsvirkjun hf og Þeistareykir ehf sem hafa undirgengist að útvega orku fyrir þessa stóriðju. Alcoa kemur þar ekki nærri. Takist það ekki verður engin stóriðja. Það hefur engu orkumagni verið lofað eða boðið upp á annað en vilja til að finna orku og selja.
Loksins þegar hyllir undir eitthvað sem hægt er að hleypa af stað , skapa störf og gjaldeyri þá þurfa pólitískir þumalputtar að flækjast fyrir.
Ríkisstjórnin hefur marglýst yfir stuðningi við þetta verkefni en ráðherrar utan ríkisstjórnar (fjármála , umhverfis og iðnaðar) hafa jafnóðum sett því skorður.Byggist það á þeirri hugsun að Helguvík sé í þeirra kjördæmi eða nálægt kjósendum þeirrra. Norðlendingar mega því eta það sem úti frýs.
Aldrei áður hefur framkvæmdaaðili stóriðju sem er orkukaupandinn þurft að sýna fram á orkuöflunina. Það er annarra.
Unhyggjan fyrir atvinnulausu þjóðfélagi á heljarþröm kristallast í hógværri setningu hinna opinberu skrifborða: : .."þannig að almenningur geti borið stærðirnar saman" !!!!!
mbl.is Geri grein fyrir orkuþörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góð grein og ég er þér sammála.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.11.2008 kl. 18:02

2 identicon

Sæll Sigurjón.

Þetta er góð grein hjá þér, en það er eitt sem ég hef ekki heyrt í þessari umræðu.

Mín skoðun er sú að það er ekki hægt að setja byggingu á 1 stk. álveri og öflun á orku í heilstætt umhverfismat. Það er ekkert öruggt að álverið komi þó svo orka til rafmagnsframleiðslu sé fyrir hendi og dugi hæglega fyrir álver af þessari stærðargráðu. Það gæti jafnvel einhver annar aðili séð sér hag í því að koma með einhvert atvinnutækifæri ef og þegar búið yrði að virkja þessa orku sem er á svæðinu.

Því miður að þá er þessi aðilli sem fékk umhverfisráðherrastólinn ekki starfi sínu vaxin og ætti að sjá sóma sinn í því að yfirgefa þessa stofnun hið snarasta, nógur er skaðinn orðinn á þessu svæði af völdum núverandi og fyrrverandi pólitíkusa þessa lands, ásamt mörgum þeim sem hafa verið við stjórnvölinn á Húsavík. 

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband