4.12.2008 | 13:46
Þá þarf að heimila það í hvelli...
Þetta ástand getur ekki gengið lengur. Rafmagnsöryggi allra íbúa á svæðinu er í húfi. Eitthvað umhverfissmjaður í fólki sem veit ekkert hvað það er að tala um getur ekki komið í veg fyrir eðlilegar framkvæmdir. Það er búið að hrekja flestalla íbúa á brott með öllu þessu friðunarbulli. Jarðir flestar komnar í eigu auðmanna sem hafa ekkert með búsetu að gera. Hækka stíflurnar strax.
Hvar eru þingmenn okkar? Sýnið nú manndóm.
Segja óheimilt að breyta rennsli Laxár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrst flestallir íbúar hafa hrakist á brott hlýtur rafmagnsþörfin að hafa snarminnkað.
Vigfús (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 14:04
Ég get nú ekki verið sammála þér í þessu. Það vantar ekki rafmagn í landið og það eru ekki nýríkir íslendingar sem eiga löndin þarna sem myndu fara undir lón heldur bændur sem hafa verið þarna allt sitt líf. Miklu frekar að reyna að vinna á þessu ísvandamáli, t.d. með því að veita ísnum frá. Eða lækka inntakið á Laxá 3 niðurfyrir vatnsborðið, svo langt að ísinn komist ekki inn eða allavega mjög lítill partur af honum. Það hefði alveg mátt koma í veg fyrir svona vesen ef að hefði verið rétt staðið að þessari virkjun í byrjun.
Siggi Bess (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 14:19
Þú talar um að gera þetta og gera hitt "Siggi Bess" sem er ekki framkvæmanlegt.
Staðreyndin er að mjög lítið land færi undir ef byggð yrði 9 metra stífla sem myndi gjörbreyta rekstrarforsendum virkjunarinnar og ásýnd svæðisins myndi einungis verða fallegri.
Sandburður niður fyrir stíflu myndi hverfa og vaxtarskilyrði laxastofnsins batna í kjölfarið.
Stefán Stefánsson, 4.12.2008 kl. 14:39
Fúsi minn
Auðvitað hefur rafmagnsþörf þeirra sem treysta á rafmagn frá Laxárvirkjun AUKiST þó það kom þér á óvart. Það eru íbúar Norðurlands sem nota meira rafmagn. Þeir sem búa í Laxárdal eru ekki margir, fer fækkandi. Þeir nota ekki mikið rafmagn. Margir sem eiga sumarbústaði þar vilja stjórna málum Laxárvirkjunar og dalsins í einhverjum umhverfissnobbdraumum.Þeir nota væntanlega ekkert rafmagn. Við erum búin að taka út okkar toll fyrir umhverfissnobbið. Virkjunin hálflömuð. Siggi Besservisser er auðvitað með lausn sem gengur ekki upp, enda byggist sú lausn á tímavél frá Gogga gírlausa. Hann vill vera uppi þegar virkjunin var byggð. Af hverju kom hann ekki með sínar athugasemdir þá?
Þakka þérinnleggið Stefán, gott að heyra.
Sigurjón Benediktsson, 4.12.2008 kl. 19:51
Og það er auðvitað ekki hægt að nýta neitt af rafmagninu frá Blönduvirkjun á Norðurlandi.
Vigfús (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 21:29
Vigfús minn, rafmagnið frá Blönduvirkjun er nýtt á Norðurlandi.
Við hér á Norðausturhorninu erum tengd við byggðalínuna með raflínu sem liggur frá Laxárvirkjun til Akureyrar og þess vegna verðum við ekki rafmagnslaus þegar framleiðsla liggur niðri í virkjuninni vegna krapavandamála.
Áður en byggðalína Landsvirkjunar var byggð hefði þessi staða í ánni eins og verið hefur nú undanfarið þýtt rafmagnsleysi og skömmtun á rafmagni og einnig keyrslu dísilrafstöðva............
Stefán Stefánsson, 4.12.2008 kl. 23:44
Gæti þessi lausn virkað í Laxá?
http://www.popularmechanics.com/science/earth/2272511.html?page=1
http://www.popularmechanics.com/science/earth/2272511.html?page=2
http://www.popularmechanics.com/science/earth/2272511.html?page=3
Vigfús (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.