Leita í fréttum mbl.is

Hvar á þá að "spara" þessar 550 millur?

Það er vissulega fróðlegt að heyra leiðréttingu forstjóra FSA við frétt um stofnun Heibrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri. Hitt væri þó enn fróðlegra að heyra hans álit á því hvernig hann ætlar að "spara" sinn hluta af þessum 550 milljónum sem eiga að "sparast" við þennan niðurskurð.
FSA er grundvöllur sérfræðiþjónustu í nágrenni Akureyrar. Heilbrigðisstofnanir á minni stöðum eru lífæð samfélaga á sínum stöðum. Uppspretta fyrir þessa sérfræðiþjónustu. Auðvitað á rekstur ávallt að vera í skoðun og endurskoðun. Rekstur heilbrigðisstofnana hefur ekkert verið til fyirmyndar. En þjónustan hefur verið það. Svo þegar grundvellinum er rústað er ekkert lengur að skoða eða endurskoða. Ég hvet sveitarstjórnarmenn til að skoða þessi mál. Það gæti verið lausn að koma á nýju stjórnsýslustigi, amt eða fylki mætti kalla það, sem tæki að sér samgöngumál og heilbrigðismál á stærri svæðum.
Þessir tveir málaflokkar eru það sem skiptir mestu máli í lífi sérhvers manns. Aðrir hlutir eru meir undir hverjum og einum komnir.Hættum þessu menntasnobbsbulli og eilífu félagslegu úrræðum og pökkum sem skila ekki neinu.
Sameining sveitarfélaga gæti einnig verið vopn í baráttunni gegn sjúku stjórnvaldi á landsvísu.
Látum þetta ekki gerast.Þetta er einfaldlega rangt.


mbl.is Átti ekki við fæðingar á Króknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurjón Benediktsson
Sigurjón  Benediktsson

Ég er fyrrverandi tannlæknir á Húsavík til 37 ára, fyrrverandikennari við Tannlæknadeild Háskólans í Tromsö. Starfa nú sem óhaður tannlæknir á Íslandi. Er ekki í framboði. Netfangið mitt er: skefill@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband