8.4.2009 | 10:56
Hverju reiddust menn þegar vel gekk?
Á tveimur fyrstu mánuðum ársins nam útflutningur afurða frá orkufrekum iðnaði tæpum 40% alls útflutnings í verðmætum. Af hverju hlakkar í íslendingum þegar þeir halda að þetta gangi allt svo voðalega illa? Vona menn að það fari nú að ganga enn verr hjá þeim sem eru að framleiða eitthvað hér á landi? Er ekki komið nóg af niðurrrifi og svartnætti?
Hamingjusamastir eru þeir sem vona að það gangi svo illa hjá Landsvirkjun að hún fari í gjaldþrot! Gjaldþrot sem almenningur verður að borga!
Það sem vekur ugg og óhug er að það verður engu breytt - sama gengið ræður lífeyrissjóðum - bönkum - stjórnmálumum. Eina breytingin er háraliturinn.
Lést þú stela af þér nokkrum krónum í dag? Velkominn í hópinn. Þeir eru enn að.
![]() |
Fréttaskýring: Áliðnaðurinn á í vök að verjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Síður
- Úr borg í sveit - mbl 02.07.1995
- Ráðstefna um gróðurvernd og landnýtingu - mbl 14.03.1989
- Úr sálarkytru sjálfstæðismanns - mbl 23.06.2004
- Meðmælaganga til stuðnings álveri - mbl 28.08.2006
- Tannlæknafélag Íslands - formaður
- Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? - mbl 20.03.2004
- Notum vél Flugmálastjórnar meira! - mbl 17.11.2001
- Tannlæknastjórnin - mbl 21.11.1996
- Af sprungum og skælum - mbl 20.11.1997
- Gagnagrunnur - mbl 28.12.2000
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Mars 2024
- Október 2021
- Október 2020
- September 2020
- Mars 2020
- Nóvember 2017
- Ágúst 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Mars 2008
- Október 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Prófkjör
Úrslit
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Útfluttningsverðmætin eru ekki Íslensk og því ekki útfluttningsverðmæti heldur útfluttningur, verðmætin lyggja í jaðaráhrifum svo sem launum, sköttum, og orkusölu.
2008 var gott ár fyrir Álbræðslurnar en samt tapapði LV 40 milljörðum. Meðalverð á tonnið var 2500$ að jafnaði árið 2008. 2009 hefur verið verið um 1450$/pt.
Kárahnjúkavirkjun ber höfuðábyrgð á klúðrinu. Bennti ég á holurnar í aðrsemismati virkjunarinnar strax árið 2003 í grein, Arðsemismatið var gert fyrir Reykjavíkurborg sem átti þá 45% í LV.
Andrés Kristjánsson, 8.4.2009 kl. 11:28
Ef efnahagurinn væri í jafnvægi myndum við sjá arð koma út úr þessu dæmi.
"Klúðrið" er fyrst og fremst einkavæðingin og hugmyndafræðilegt gjaldþrot Milton-Friedmanista sem í villu síns vegar hafa fengið að eyðileggja fyrir öllum hinum. Að segja Kárahnjúkavirkjun beri höfuðábyrgð er að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Það má vel vera að Big Bang hafi byrjað hjá sumum þegar byrjað var á virkjuninni, en vandamálið liggur miklu lengra aftur, rétt eins og að heimurinn byrjaði ekki heldur fyrir 6000 árum.
Upphæðin sem fór í virkjunina er á svipuðum kaliber og bara lán til bankaofurlaunatoppanna til að braska með verðbréf. Það er svipuð upphæð og fáir einstaklingar fengu að moða út til að svala spilavítisfíkn. Þar geturðu fundið kjarna vandamálsins, Andrés.
Ég verð nú að segja að allavega er virkjunin fjárfesting sem getur vel skilað arði. Ólíkt einbýlishúsunum og jeppunum. Það er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess að Alcoa skilji stærstann hluta álsöluverðs eftir á Íslandi, þeir eru að kaupa raforku og aðstöðu til að bræða ál. Hvort samið var rétt eða ekki mættirðu rökstyðja, og þá hvernig mætti breyta samningum svo þú sért ánægður.
Þessi 400 störf koma sér nú vel í Fjarðarbyggð. Við skulum vona að efnahagsástandið leyfi þeim að endast.
Ólafur Þórðarson, 8.4.2009 kl. 14:19
veffari:
Höfuðábyrgð gegn því að áldraumurinn sé martröð. Ekki allri kreppunni.
Staða álbræðslunnar var mjög jákvæð þegar LV skilaði 40 milljarða tapi. Árið 2008 var verð að jafnaði um 2500$/pt. Nú 2009 er meðalverð 1450$/pt. Akkilesarhæll LV er Kárahnjúkavirkjun.
Það sem þú ert að rugla saman er ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja anarsvegar við ábyrgð ríkisins hinsvegar.
Heildarhrun bankana var risastórt enda höfðu þeir vaxið tólffalt umfram heildarlandsframleiðslu Íslands. Þegar ríkisfyritæki eru talin sérstaklega þá þarf að geta til um heildartekjur ríkisins, ekki allra á landinu. Eftir hrun þá hefur ríkið 350 milljarða til ráðstöfunnar, í að halda uppi samgöngum, heilsu, menntaþjónustu, löggæslu, etc.. Ef að fyrirtæki eins og LV er að skíta á sig þá bitnar það á okkur öllum. Nema að þú viljir tapa Landsvirkjun í hendurnar á erlendum lánadrottnum?
Efnahagshrunið er að sliga okkur vegna Icesave innlánsreikninga, þá vegna ríkisábyrgða sem landið verður að tryggja. Krónubréfa sem ruku út vegna hárra stýrivaxta sem áttu að halda niðri þennslu. Síðan en ekki síst risastórra ríkisframkvæmda sem farið var í miðri þenslunni. (Kárahnjúka)
Vonandi hafi þið það gott á Reyðarfirði en gelymið ekki öllum fórnunum sem færðar voru ykkur fyrir nokkra þingstóla.
Andrés Kristjánsson, 8.4.2009 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.